Sælt veri liðið
Þá er rútínan byrjuð eftir mánaðar langt sumarfrí, bara nokkuð fínt fyrir utan veikindi í nærri öllu fríinu. Fyrst byrjaði Karl Trausti með alltof stóra hálskirtla sem á að kippa úr og svo ég með hálsbólgu dauðans. En það birtir upp um síðir og restin af fríinu fór í að selja íbúðina okkar í Dvergholti í Mosfellsbænum og á sama augnabliki var keypt 170 fm raðhús með öllu tilheyrandi. Loksins kominn í húsið til að bjóða til almennilegrar kúbugleði. Það verður stefnt á innflutningspartí Kúbufjölskyldunnar við tækifæri. Við flytjum reyndar ekki inn fyrr en 1. október.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli