miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Búin að pannta og borga!!!!
þurfti að vera frá föst .. það var búið að pannta stóra´bústaðinn en þessi er fínnnnn!!!
Brekkusk. nr. 28 Dvergabr.Pott
22.09.2006 - 24.09.2006
Komutími:

Brottför:

Til greiðslu :
8.000 kr.

Húsið skiptist í 2 svefnherbergi, stofu, forstofu, eldhús og baðherbergi með sturtu auk þess er svefnloft. Við húsið er stór útipallur ásamt fjórum sólstólum, borði og kolagrilli og heitum potti. Leigjandi hefur orlofshúsið frá kl. 18:00 á komudegi til klukkan 12:00 á hádegi brottfarardags. Gert er ráð fyrir að gestir komi milli klukkan 18:00 og 22:00 á komudegi. Lyklar eru afhentir í Brekkuþingi hjá umsjónarmanni gegn framvísun leigusamnings. Greiðslukvittun gildir sem leigusamningur. Geti gestur ekki komið á ofangreindum tíma á hann að hringja í umsjónarmann og semja um annan komutíma. Síminn er 486-8801. Lykli og tuskum skal skilað í þjónustumiðstöðina við brottför. Við brottför þurfa gestir að skilja lykla eftir í húsinu og læsa á eftir sér. Gestir eiga að hafa með sér salernispappír. Telji gestur húsið illa þrifið þegar hann tekur við því eða ef eitthvað er bilað skal hann strax gera umsjónarmanni viðvart. Minnisatriði fyrir brottför: Gestir eiga að skila húsunum hreinum og snyrtilegum, þrífa vel ísskáp og salerni og þvo gólf. Loka á gluggum og dyrum. Rusli þurfa leigjendur sjálfir að losa sig við í ruslagám niðri við þjóðveg.
VALLLA!!!

Engin ummæli: