fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hvað er eiginlega langt síðan að Ella var með okkur? Ég held að það sé komið að því að standa við stóru orðin Ella mín og taka þyrluna útúr skúrnum og skella sér í brekkuskóg.
Ég ætla að sjálfsögðu að mæta, missi ekki af enn einu partíinu!

Ég segi nú bara eins og Marta hef fulla trú á strákunum og eldamennskunni. Ef það er áhugi á hafa forrétt þá luma ég á uppskrift af sjávarréttasúpu "a la Grand Hotel". Hún er mjög góð og mjög auðveld, klikkar ekki.

Eddi, Inga og Ella ykkur verður sko sárt saknað.
flott, flott, flott.... við strákarnir reddum matnum ef Edz er fyrir norðan ;) hef samt enn fulla trú á að hann láti sjá sig, sleppir ekki svona tækifæri til að steikja í liðið góðan mat - brunar yfir Kjölinn á sínum fjallajeppa upp úr hádegi á laugardeginum og beint í bústaðinn í Brekkuskógum, Edz - hljómar eins og gott plan ?
ubsí!!!! en eg hef fullt traust á strákunum... kannski getur mamma gert fyrir okkur matinn og sent? svo hitum við hann upp!!! eh?
ÁFRAM MARTA!!
Nú þurfum við bara að ákveða matseðilinn!
Eddie og Inga... Ykkar verður sárt saknað :( En þið getið alltaf skipt um skoðun.
Matseðillinn... hvaða þema á að vera í gangi þegar mútter er ekki á staðnum? Dominos?

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Búin að pannta og borga!!!!
þurfti að vera frá föst .. það var búið að pannta stóra´bústaðinn en þessi er fínnnnn!!!
Brekkusk. nr. 28 Dvergabr.Pott
22.09.2006 - 24.09.2006
Komutími:

Brottför:

Til greiðslu :
8.000 kr.

Húsið skiptist í 2 svefnherbergi, stofu, forstofu, eldhús og baðherbergi með sturtu auk þess er svefnloft. Við húsið er stór útipallur ásamt fjórum sólstólum, borði og kolagrilli og heitum potti. Leigjandi hefur orlofshúsið frá kl. 18:00 á komudegi til klukkan 12:00 á hádegi brottfarardags. Gert er ráð fyrir að gestir komi milli klukkan 18:00 og 22:00 á komudegi. Lyklar eru afhentir í Brekkuþingi hjá umsjónarmanni gegn framvísun leigusamnings. Greiðslukvittun gildir sem leigusamningur. Geti gestur ekki komið á ofangreindum tíma á hann að hringja í umsjónarmann og semja um annan komutíma. Síminn er 486-8801. Lykli og tuskum skal skilað í þjónustumiðstöðina við brottför. Við brottför þurfa gestir að skilja lykla eftir í húsinu og læsa á eftir sér. Gestir eiga að hafa með sér salernispappír. Telji gestur húsið illa þrifið þegar hann tekur við því eða ef eitthvað er bilað skal hann strax gera umsjónarmanni viðvart. Minnisatriði fyrir brottför: Gestir eiga að skila húsunum hreinum og snyrtilegum, þrífa vel ísskáp og salerni og þvo gólf. Loka á gluggum og dyrum. Rusli þurfa leigjendur sjálfir að losa sig við í ruslagám niðri við þjóðveg.
VALLLA!!!

Þetta er náttúrulega hrikalegt okurverð fyrir innanlandsflug. Það fer greinilega lítið fyrir samkeppninni um þessar mundir. Annars er ég til í bústað (þarf ekki að taka flug þar sem nýja húsið er á sv horninu, nánar tiltekið í Furubyggð 38 í Mosfellsbæ).
Eins og myndin sýnir er húsið inn í miðjum skógi, sólskáli er út úr stofunni til suðurs, á efri hæðinni er svefnálma og síðan er risherbergi sem gæti nýst t.d. sem koníakstofa. Semsagt, eitt með öllu.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Hæ.
Það væri gaman að koma en var fyrir stuttu í bænum og maður getur víst ekki leyft sér þann munað oft að fljúga á milli. Er annars eðlilegt að borga 23.990 fyrir flug fram og til baka til Rvk? Það er ekki eins og þjónustan sé margra þúsund kalla virði. Reyndar fékk ég súkkulaðimola með kaffinu. Af hverju í ósköpunum er verið að hafa þessar flugfreyjur með? Getur aðstoðarflugmaðurinn ekki tautað eitthvað í hljóðnemann og bent manni á upplýsingarit sem nauðsynlegt er að kynna sér áður en maður fer í loftið. Hann getur svo tekið eitt rölt ef það er bráðnauðsynlegt og tékkað hvort allir séu með beltin spennt og svona.... Ég myndi alveg getað fórnað flugfreyjunni og kaffinu fyrir ódýrara flug. Við erum nú bara að tala um klukkutíma...
edddzz....... þú tekur flug um morguninn og við pikkum þig upp á Rvk.flugvelli og brunum í bústað ;) hvað ertu annars aftur að fara sýsla við núna, man ekki hvað þú sagðir, það var samt eitthvað voða flott, forstöðumaður og alles........ !

BT, Inga, Hildur, hvað með ykkur ?

líst ágætlega á helgarreisu norður í nóv., væri flott að fá dagsetningu á það með smá fyrivara svo það geti gengið upp :)

laugardagur, ágúst 26, 2006

Nú er minns bara fluttur norður og situr á nýju fínu skrifstofunni og horfi yfir pollinn í veðurb´liðunni norðan heiða. Ég verð að reyna að komast í bústað en það gæti verið erfitt þar sem ég stend í breytingum á húsnæði og svo er ég nú líka að stinga af allann október til Finnlands, svo það er verra að vera alltaf 'ekki heima'

Allavega gaman að heyra frá öllum og ég mun koma með myndir af nýja slotinu innan dyra eftir breytingar. Svo er innflutningspartý þegar allt er um garð gengið í nóvember og öllum boðið ... hópferð Kúbufam til Ak.????

æði ?

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ekki spurning ! ... mæti í bústað 23.sept, svo til hamingju með nýja pleisið BT, ertu fluttur í borgina eða enn í sveitinni !!
B.T til hamingju með húsið, það er naumast að við erum að verða fullorðið fólk hérna. Fólk að kaupa hús og eiga fullt af börnum. Gleymdi því nú eiginlega að Eddie er í raun að koma með 3. krógann, þannig að það verður engin keppni :)
Gamla er komin í gírinn, þá verð ég nú að fara að gíra mig upp líka. Er alveg til í nokkra kokteila og grill. Get ekki séð betur en að 23.sept sé bara fj.. góð helgi. Eru ekki allir með?
Vá hvað það er búið að gerast mikið!!! Allir til hamingju með allt!!!
Það er komin tími á hitting!!! ég tékkaði á brekkuskógi og það er laust 23 sept! hvernig líst ykkur á það? ??? Látið heyra í ykkur og eg bóka pleisið :)=
Eru svo ekki líka 2 innflutningsparty á næstu mánuðum? mamma fyrir norðan og pabbi.. hhmm á s-v horninu.... ?????
Dauð langar í kokteila og læti ;)

sunnudagur, ágúst 20, 2006

hæhæ

rosalega erum við öll dugleg að skrifa!! Til hamingju með húsið BT, hlakka til að mæta í kúbupartí þangað :) Er ekki annars farin að koma tími á hitting, væri alveg til í Mohito núna. Fyrsti skóladagurinn á morgun hjá mér. Er að fara að kenna 7.bekk, s.s. 12 ára krökkum sem eru með allskonar hormónaflækjur, rosa stuð. Telma Björg komin til dagmömmu og allt svona að komast í fastar skorður.

Hvað segið þið hin, eru ekki allir að koma úr sumarfríum og svona???

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Sælt veri liðið

Þá er rútínan byrjuð eftir mánaðar langt sumarfrí, bara nokkuð fínt fyrir utan veikindi í nærri öllu fríinu. Fyrst byrjaði Karl Trausti með alltof stóra hálskirtla sem á að kippa úr og svo ég með hálsbólgu dauðans. En það birtir upp um síðir og restin af fríinu fór í að selja íbúðina okkar í Dvergholti í Mosfellsbænum og á sama augnabliki var keypt 170 fm raðhús með öllu tilheyrandi. Loksins kominn í húsið til að bjóða til almennilegrar kúbugleði. Það verður stefnt á innflutningspartí Kúbufjölskyldunnar við tækifæri. Við flytjum reyndar ekki inn fyrr en 1. október.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Þið eruð öll meira en velkomin í garðinn. Það er hrikalega mikið pláss og pallur og pottur er á planinu. Samt verður pláss fyrir nokkur tjöld :-) Svo finnst mér alltaf svo gaman að fá gesti.
Ég kem ekki með þriðja barnið því ég ætla bara að láta dætur mínar tvær, duga.