föstudagur, júní 03, 2005
Til hamingju Stebba! Vonandi skemmtið þið ykkur vel á Spáni. Ég hef keyrt þarna út um allt á suður-spáni ef þú vilt einhverjar ráðleggingar ;) Halli var að bóka ferð fyrir okkur TVÖ til Tallin um verslunarmannahelgina :) Fljúgum til Finnlands og tökum svo ferju til Eistlands og verðum þar í 4 nætur. Ég er argandi spennt yfir þessarri ferð. Langt síðan við tvö höfum gert eitthvað, þ.e.a.s. bara við tvö :) Mig langar endilega að heyra hvernig sumarið ykkar hinna verður. Á að fara eitthvað utanlands eða innan?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli