Lille Bro, það er gott að þú hugsar um að gefa gömlu bjór á meðan ég er í burtu, var farin að hafa áhyggjur af henni.
Hilmar og Áshildur eru á leið heim og komu við hérna í Köben, og við skelltum okkur saman í dýragarðinn í fyrradag. Það var rosa gaman, og Halldór og Arnar Egill náðu mjög vel saman, eru á sama prumpu-húmorsstiginu. Þau voru bara lukkuleg með dvölina í útlandinu, en fegin að vera að fara heim í Vogana.
Við Snorri erum trúlofuð og ætlum helst að gifta okkur, en komum okkur bara ekki saman um hver á að gifta, ég vil ekki sýslumanninn og hann vill helst ekki prestinn, við förum auðvitað milliveginn og ég ræð.. það verður presturinn ;)
En amman var eitthvað að setja útá uppeldið, ég veit alveg upp á mig sökina. Leikherbergið breyttist bara allt í einu í vopnabúr eftir síðasta afmæli. Ég þarf að taka þetta drasl úr umferð, og láta hann fara að stunda jóga og íhugun, þó fyrr hefði verið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli