miðvikudagur, maí 26, 2004

jæja best að reyna að halda þessari síðu eitthvað gangandi þótt það sé nú ekki mikið spennandi að gerast hjá mér. Það er búið að vera vitlaust að gera í vinnunni hjá mér, undirbúningur kjarasamninga og laga til í sumarbústöðum. Skrapp meira segja á Aureyri til að taka til í orlofsíbúðum. Svo er Egill búin að vera með hlaupabóluna, ömurleg veiki. Það er sko ekki búið að sofa mikið á mínu heimili síðustu daga, honum klæjar alveg hrikalega. En gott að vera búin með þetta.
Og svo er guttinn að verða tveggja ára á föstudaginn!!!

Nú er ég búin að bera á pallinn, setja sumarblómin út og þrífa heita pottinn, sem sagt allt reddí fyrir pottapartí!!!! Bara að ákveða dagsetningu!!


Hildur

Engin ummæli: