Hæ.
Ligg í flensu og leiðist meira en nokkru sinni fyrr. Sólin skín samt á Egilsstöðum og ég horfi löngunaraugum upp í fjall því mig langar svo á gönguskíðin mín. Við tökum landsbyggðarlífið með trompi á fyrsta ári. Erum búin að fjárfesta í snjósleða og báti ( sumar- og vetrarhoppý), Halli kominn í Roundtable og ég í matarklúbb, kaffihúsaklúbb og saumaklúbb. Mér var meira að segja boðið í örtrefjatuskukynningu í vikunni sem ég að sjálfsögðu afþakkaði ( fólk er ekki alveg búið að kynnast mér nógu vel).
Ég óska ykkur öllum til hamingju með allt ykkar! Börn, vinnur, skólar, ný útlit á heimasíðum og utanlandsferðir. Glæsileg afrek á stuttum tíma.
Svo ef þið hafið áhuga á að flytja á Austurlandið, þá eru þið velkomin á kynningu á Austurlandi á Nordica næsta laugardag frá 12-16. Ég verð þar að kynna Þekkingarnetið og gæti jafnvel boðið ykkur súkkulaðimola .......
fimmtudagur, mars 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli