Til hamingju bæði tvö með stóran og myndarlegan dreng!
Ég mun fylgjast með heimasíðunni ykkar :-)
laugardagur, mars 31, 2007
miðvikudagur, mars 28, 2007
Til Hamingju með STORA strákinn .. :) hvernig er svo upplifunin að vera orðin Pabbi?? vona að þið hafið það gott :)
Ég er að skella mér í gögnutúr á morgun til spánar í 2 vikur! ætlun er að fá endurnæringu í sálina fyrir lokasprett ritgerðarinnar sem á að skylast 1 juni! skála fyrir ykkur í einhverju sveitaþorpinu :)
Ég er að skella mér í gögnutúr á morgun til spánar í 2 vikur! ætlun er að fá endurnæringu í sálina fyrir lokasprett ritgerðarinnar sem á að skylast 1 juni! skála fyrir ykkur í einhverju sveitaþorpinu :)
sunnudagur, mars 25, 2007
laugardagur, mars 24, 2007
Sælt veri fólkið,
jæja það kom að því. Okkur Hildi fæddist kraftimikill drengur sl. fimmtudag 22. mars kl. 17:59, tæpir 17 merkur og 54 cm. Þið getið lesið meira í vefdagbókinni á barnaland síðunni okkar, tengill hér til hliðar, og skoðað myndir. Lykilorðið inn á læstar síður er helga.
Drengurinn er búinn að vera voða góður síðan við komum heim í gær og sefur og drekkur til skiptis nýbökuðum foreldrum sínum til mikillar gleði.
fimmtudagur, mars 22, 2007
Hæ.
Ligg í flensu og leiðist meira en nokkru sinni fyrr. Sólin skín samt á Egilsstöðum og ég horfi löngunaraugum upp í fjall því mig langar svo á gönguskíðin mín. Við tökum landsbyggðarlífið með trompi á fyrsta ári. Erum búin að fjárfesta í snjósleða og báti ( sumar- og vetrarhoppý), Halli kominn í Roundtable og ég í matarklúbb, kaffihúsaklúbb og saumaklúbb. Mér var meira að segja boðið í örtrefjatuskukynningu í vikunni sem ég að sjálfsögðu afþakkaði ( fólk er ekki alveg búið að kynnast mér nógu vel).
Ég óska ykkur öllum til hamingju með allt ykkar! Börn, vinnur, skólar, ný útlit á heimasíðum og utanlandsferðir. Glæsileg afrek á stuttum tíma.
Svo ef þið hafið áhuga á að flytja á Austurlandið, þá eru þið velkomin á kynningu á Austurlandi á Nordica næsta laugardag frá 12-16. Ég verð þar að kynna Þekkingarnetið og gæti jafnvel boðið ykkur súkkulaðimola .......
Ligg í flensu og leiðist meira en nokkru sinni fyrr. Sólin skín samt á Egilsstöðum og ég horfi löngunaraugum upp í fjall því mig langar svo á gönguskíðin mín. Við tökum landsbyggðarlífið með trompi á fyrsta ári. Erum búin að fjárfesta í snjósleða og báti ( sumar- og vetrarhoppý), Halli kominn í Roundtable og ég í matarklúbb, kaffihúsaklúbb og saumaklúbb. Mér var meira að segja boðið í örtrefjatuskukynningu í vikunni sem ég að sjálfsögðu afþakkaði ( fólk er ekki alveg búið að kynnast mér nógu vel).
Ég óska ykkur öllum til hamingju með allt ykkar! Börn, vinnur, skólar, ný útlit á heimasíðum og utanlandsferðir. Glæsileg afrek á stuttum tíma.
Svo ef þið hafið áhuga á að flytja á Austurlandið, þá eru þið velkomin á kynningu á Austurlandi á Nordica næsta laugardag frá 12-16. Ég verð þar að kynna Þekkingarnetið og gæti jafnvel boðið ykkur súkkulaðimola .......
þriðjudagur, mars 20, 2007
Jiiii minn, ég sé þetta fyrir mér, BT og Roy vopnaðir vélsögum á móti Gunnari Birgis... Bardagi ársins!!!!
Til lukku með nýja jobbið BT!!
Hildur, ég kalla þig multitasking, nám, vinna og barnauppeldi!!! Gangi þér vel...
Böddi, ég segi það sama og Stebba, ég vona að krílið láti ekki bíða of lengi eftir sér, sérstaklega Hildar vegna. Sem betur fer kom Tobbi viku of snemma, og ég var farin að bíða þá! 2. apríl hljómar samt vel plús það er til siðs í þessari familíu að deila afmælisdögum!!!
Hlakka til að sjá þig á morgun Stebba... en því miður er veðrið aðeins að stríða okkur, bakkaði aðeins út úr vorinu. Við fengum t.d. snjó í gær (það snjóaði í 5 mínútur)!!! En það er frekar kalt núna, miðað við síðustu viku og spáin lofar engu nema rigningu. Hva, við innipúkumst bara meira í staðin og ég fæ að heyra sögur frá Kína!!!
Hvað með ykkur hin, eruð þið horfin???
Til lukku með nýja jobbið BT!!
Hildur, ég kalla þig multitasking, nám, vinna og barnauppeldi!!! Gangi þér vel...
Böddi, ég segi það sama og Stebba, ég vona að krílið láti ekki bíða of lengi eftir sér, sérstaklega Hildar vegna. Sem betur fer kom Tobbi viku of snemma, og ég var farin að bíða þá! 2. apríl hljómar samt vel plús það er til siðs í þessari familíu að deila afmælisdögum!!!
Hlakka til að sjá þig á morgun Stebba... en því miður er veðrið aðeins að stríða okkur, bakkaði aðeins út úr vorinu. Við fengum t.d. snjó í gær (það snjóaði í 5 mínútur)!!! En það er frekar kalt núna, miðað við síðustu viku og spáin lofar engu nema rigningu. Hva, við innipúkumst bara meira í staðin og ég fæ að heyra sögur frá Kína!!!
Hvað með ykkur hin, eruð þið horfin???
Jæja Lilli, vonandi lætur krílið ekki bíða lengi eftir sér.
2.apríl er samt mjög góður dagur, en þá á Halldór minn afmæli. Hann er að verða 7 ára, trúið þið því!!! Muniði þegar ég var ólétt á 3.ári, jessús minn, það er svo stutt síðan.
Ég var að koma frá Kína, þvílíkt skemmtileg ferð að ég er alveg í skýjunum. Þetta var soldið lík ferð og Kúbuferðin, því þetta var námsferð hjá MBA náminu hans Snorra. Við fórum í fyrirtæki og fengum fyrirlestra um hitt og þetta í Kína. En mér tókst nokkrum sinnum að skrópa í skólanum og væflast um hverfin og fara á markaðina. En það er algjört bisness nám útaf fyrir sig, því að maður þarf að prútta brjálæðislega.
Það var samt gott að koma heim og finna 2 litla menn sem ráða sér ekki úr gleði að fá mömmu aftur.
En þessi mamma er frekar erfið og þarf að fara til Brussel á morgun á ráðstefnu um vatnatilskipun Evrópu. Að sjálfsögðu mun ég vera hjá Ellu og hef vonandi meiri tími núna en síðast til að skreppa í bæinn. Miðað við bloggið hjá Ellu, þá er komið vor í Brussel. Ekki slæmt, því að heima hjá mér í Grafarholtinu í morgun var norðan næðingur og skafrenningur.
Hvað ætlar fólk að gera um páskana?
Daddy, til hamingju með nýja starfið, það veitir ekki af öflugum mönnum í skógræktina á Íslandi. Sérstaklega ef Gunnar Birgisson ætlar að halda áfram að láta svona. Þá þarft þú bara að mæta honum með vélsögina góðu og taka Roy með þér.
2.apríl er samt mjög góður dagur, en þá á Halldór minn afmæli. Hann er að verða 7 ára, trúið þið því!!! Muniði þegar ég var ólétt á 3.ári, jessús minn, það er svo stutt síðan.
Ég var að koma frá Kína, þvílíkt skemmtileg ferð að ég er alveg í skýjunum. Þetta var soldið lík ferð og Kúbuferðin, því þetta var námsferð hjá MBA náminu hans Snorra. Við fórum í fyrirtæki og fengum fyrirlestra um hitt og þetta í Kína. En mér tókst nokkrum sinnum að skrópa í skólanum og væflast um hverfin og fara á markaðina. En það er algjört bisness nám útaf fyrir sig, því að maður þarf að prútta brjálæðislega.
Það var samt gott að koma heim og finna 2 litla menn sem ráða sér ekki úr gleði að fá mömmu aftur.
En þessi mamma er frekar erfið og þarf að fara til Brussel á morgun á ráðstefnu um vatnatilskipun Evrópu. Að sjálfsögðu mun ég vera hjá Ellu og hef vonandi meiri tími núna en síðast til að skreppa í bæinn. Miðað við bloggið hjá Ellu, þá er komið vor í Brussel. Ekki slæmt, því að heima hjá mér í Grafarholtinu í morgun var norðan næðingur og skafrenningur.
Hvað ætlar fólk að gera um páskana?
Daddy, til hamingju með nýja starfið, það veitir ekki af öflugum mönnum í skógræktina á Íslandi. Sérstaklega ef Gunnar Birgisson ætlar að halda áfram að láta svona. Þá þarft þú bara að mæta honum með vélsögina góðu og taka Roy með þér.
mánudagur, mars 19, 2007
Góða kvöldið, flottar breytingar Ella... líst vel á :)
Já lítið verið bloggað að undanförnu, allir að taka sig á... börnin stækka og sum eru ekkert að flýta sér í heiminn, já Hildur mín er komin fram yfir - áttum að eiga í gær 18. mars, skv. upphaflega planinu en það er allt bara rólegt þannig að þá er bara að bíða, og taka einn dag í einu, allavega í síðasta lagi 2. apríl !
Lét hlekk á síðuna (hér til hægri) inn á síðuna okkar sem við uppfærum vonandi fljótlega :)
Já lítið verið bloggað að undanförnu, allir að taka sig á... börnin stækka og sum eru ekkert að flýta sér í heiminn, já Hildur mín er komin fram yfir - áttum að eiga í gær 18. mars, skv. upphaflega planinu en það er allt bara rólegt þannig að þá er bara að bíða, og taka einn dag í einu, allavega í síðasta lagi 2. apríl !
Lét hlekk á síðuna (hér til hægri) inn á síðuna okkar sem við uppfærum vonandi fljótlega :)
hæ gæs...
Mér leiddist (lesist: nenni ekkert að gera af öllu hinu sem ég á að vera að gera) svo ég uppfærði bloggið okkar, breytti um útlit og lagaði linkana. Rosa flott!!! Ef þið eigið fleiri heimasíður endilega henda þeim inn (eða sendið linkana og ég bæti þeim við)!!!
Hvað er að frétta annars? Allir dauðir???
Mér leiddist (lesist: nenni ekkert að gera af öllu hinu sem ég á að vera að gera) svo ég uppfærði bloggið okkar, breytti um útlit og lagaði linkana. Rosa flott!!! Ef þið eigið fleiri heimasíður endilega henda þeim inn (eða sendið linkana og ég bæti þeim við)!!!
Hvað er að frétta annars? Allir dauðir???
fimmtudagur, mars 15, 2007
Halló
Rosalega erum við öll orðin löt að blogga hér. Af mér er allt fínt að frétta, nóg að gera í vinnu, skóla og ala upp krakkana. Mér finnst ekkert smá gaman að vera byrjuð í skóla aftur en næ samt ekki að sinna náminu alveg nógu vel en vonandi fer ég að vera duglegri. Vinnan gengur fínt, var með 2 verðlaunahafa á Stóru upplestrarkeppninni um daginn svo eitthvað er ég að gera rétt þar.
Læt fylgja með myndir af krökkunum mínum, fyrir áhugasama þá var ég loksins að setja inn myndir á barnaland aftur.
föstudagur, mars 09, 2007
Hei og hó ólympíukandídatar og aðrir eitthvað-datar!! Hvað er að frétta af vesturvígstöðvunum???
Hvernig væri að taka smá föstudagsdroll fyrir framan tölvuna og láta heyra í sér!!
Héðan af meginlandinu er allt gott að frétta, vor í lofti og almenn skemmtilegheit eftir langa og stranga veikindatörn. Er hvorki byrjuð í íþróttum né námi og prísa mig sæla! Ætla bara að njóta veðurblíðunnar í sumar og leggjast í ferðalög, svona til að byggja sig upp og undirbúa sig andlega undir flutninga á Klakann næsta vetur....
Ciao í bili... og koma svo, láta heyra í sér!!!
Það má líka setja inn myndir... Eins og þessa, tekna af mér og litla krílinu í stuttu fríi í Ardenna "fjöllunum", vorum þarna að koma úr "svaka" hellaferð, allt upplýst, steinsteyptir stígar og stigar, og svo endað með smá bátsferð og fallbyssuskoti! Eitthvað annað en hellaferðin góða með augnlækninum um árið þegar við þurftum að skríða á maganum til að komast út!!!
Hvernig væri að taka smá föstudagsdroll fyrir framan tölvuna og láta heyra í sér!!
Héðan af meginlandinu er allt gott að frétta, vor í lofti og almenn skemmtilegheit eftir langa og stranga veikindatörn. Er hvorki byrjuð í íþróttum né námi og prísa mig sæla! Ætla bara að njóta veðurblíðunnar í sumar og leggjast í ferðalög, svona til að byggja sig upp og undirbúa sig andlega undir flutninga á Klakann næsta vetur....
Ciao í bili... og koma svo, láta heyra í sér!!!
Það má líka setja inn myndir... Eins og þessa, tekna af mér og litla krílinu í stuttu fríi í Ardenna "fjöllunum", vorum þarna að koma úr "svaka" hellaferð, allt upplýst, steinsteyptir stígar og stigar, og svo endað með smá bátsferð og fallbyssuskoti! Eitthvað annað en hellaferðin góða með augnlækninum um árið þegar við þurftum að skríða á maganum til að komast út!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)