Líst vel á þessa hugmynd Böddi... við endum á því að gera bloggið að matar og vínbloggi!!!
Maður ætti nú alveg að geta sett inn punkta um vín og mat reglulega... við Brusselhjónin höfum þvílíkt gaman að því að kokka og sötra vín með... að vísu er 95% af öllu víni sem fæst hér franskt, sem er ekki reyndin heima, þannig að ég veit ekki hvernig ykkur gengur að finna það en það má alveg láta vaða.
Annars skilaði ég Stebbu frænku í lest í morgun, hún er búin að vera hér í Brusslu í 2 daga. Kom sér í vinnuhóp á vegum Evrópuráðsins og verður því reglulegur gestur hér í Brusslu. Við að sjálfsögðu notuðum tækifærið og heltum í hana voða góðu víni (Vosne-Romanée 2003 frá Gros Frère et Soeur fyrir ykkur vínspekúlantana) og gáfum henni steik! Yfir steikinni kom það svo í ljós að við erum giftar inn í sömu ættina, Snorri og Hrafnkell eru náskyldir, og synir okkar því frændur!!! Við munum því ekki aðeins hittast í Kúbudjammi næstu áratugina heldur líka í jólaboðum!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli