þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleðilegt árið elskurnar og takk fyrir þau gömlu!!!!

Vonandi gerði ég ykkur engan óleik með þessari uppfærslu á Bloggernum. Ég er hins vegar búin að lenda í þvílíkri vitleysu með Brusselbloggið mitt og hef ekkert getað póstað!

Vonandi höfðuð þið það sem best yfir hátíðarnar. Við nutum þess í botn að vera á Klakanum en maður var orðinn heldur þreyttur undir það síðasta, stöðugar heimsóknir og boð. Maður mátti ekkert vera að því að slappa af!!! En nú erum við komin aftur "heim" til Belgíu, í hversdaginn og smá afslöppun, amk til að byrja með.

10 ár frá byrjun landafræðináms... svalt! Ég er reyndar búin með Ó mæ god, ég er að verða gömul pakkann í bili. Árið áður en ég fór í landafræðina var ég úti í Montpellier og hópurinn sem var með mér þar og hefur hisst síðan hélt einmitt upp á 10 ára afmælið nú um jólin! Allir komu með myndir svo það var nóg af ó mæ god mómentum þar!!!

En ég legg til að við hóum öllum gömlu landfræðinemunum saman í brjálað partý þegar kemur að 10 ára útskriftarafmæli!!!!

Engin ummæli: