fimmtudagur, desember 07, 2006

Það eru karlmennirnir í familíunni sem eru duglegastir á blogginu þessa dagana!

Mútter, við bíðum spennt eftir fréttum af nýjasta erfingjanum! Pósta inn mynd við fyrsta tækifæri þegar hann kemur í heiminn!

Dad, passaðu þig á jólaljósashowinu! Segi eins og Mútter, ekki detta! Það er bannað að detta!

Ég hef ákveðið að láta inniljós og kertaljós duga... læt foreldrum mínum eftir aðrar skreytingar enda ætlum við að vera þar í góðu yfirlæti í heilar 3 vikur yfir jólin.

Lilli, velkominn aftur á Klakann, greinilega kaldara í Berlín en hér. Hér er bara haustveður og 15 stiga hiti. Ekkert sérlega jólalegt.

Ég væri alveg til í smá hitting yfir jólin. Er á Klakanum frá 16. des til 6. jan. Einhverjir dagar þegar bókaðir en endilega stinga upp á dagssetningum ef áhugi er á slíku!

Engin ummæli: