mánudagur, desember 25, 2006

miðvikudagur, desember 20, 2006

Til hamingju með strákinn Eddie. Hlakka til að sjá myndir :) Endilega láttu líka fylgja með myndir af stelpunni þinni líka, langt síðan ég sá myndir af henni.
Takk Lilli bró fyrir fiskisúpuna, hún var ekkert smá góð. Gott að fá uppskriftina líka ;-) Við verðum bara í bandi eftir að þú kemur aftur að vestan og sækjum dótið hans Þorbjarnar.

Takk fyrir hittingin þið sem komuð, alltaf gaman að hitta familíuna!

Til hamingju með Hermann Eddie! Hlakka til að sjá myndir.
Ég er bara í ruglinu, veit ekki hvort ég er að koma eða fara. Eddie til hamingju!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Skilaðu kveðju til restar af fjölskyldunni :-) Takk fyrir fiskisúpuuppskrift.
Takk fyrir mig líka. Alveg ljómandi fiskisúpa hjá Lilla :) og ljómandi fínt kvöld.
Eddie, til hamingju með Hermann. Bíð spennt eftir myndunum.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Takk fyrir í gær - ljómandi fínt að hitta ykkur sem komust !

Eddi og fjölskylda til hamingju, svona hljómaði sms-ið frá ed í gær: 14 merkur, 53 cm strákur! Fæddur 18.49, allt í góðu.

Hérna er uppskiftin frá í gær af fiskisúpunni, hún er ekki síðri daginn eftir upphituð :) http://www.eldhus.is/eldhus.php?func=birtauppskrift&id=857

Ella, þið gleymduð hérna einhverju dóti sem Þorbjörn litli á !

Gleðileg jól.

mánudagur, desember 18, 2006

Mér líst vel á þetta. Mæti kl átta hjá Lilla.
Inga austur-suður, út um puður!! Get it straight, maður veit ekkert hvar þú ert hvenær og hvernig (veist þú það??) ... var með startkapplana á kellu í morgun og sýnist eitthvað ætla að fara að gerast. Nenni sko engu jóla barni. Er bara fyrir norðan og bíð spenntur en missi af ís og appelsín hjá Lilla í kveld!! sláið á þráðinn...kannski sit ég þá á biðstofu...
Hæ.

Ég flýg ekki austur fyrr en annað kvöld svo að ég hitti ykkur bara seinna :-) Skemmtið ykkur vel.

Hildur, til hamingju með Kennó!
Mæting upp úr kl. 8 hjá mér - ég býð upp á einhvern gómsætan mat, malt og appelsín og ís :)
heimilsfangið er Frostafold 2, Grafarvogur.
Er að tala við Ellu, hún getur mætt í kvöld :)
Ja, við gamla erum til. Hún er líka ekki á lausu 20.des eins og ég hélt.
Eigum við bara að skella okkur til Lille Bro? Eigum við að gera eitthvað jólalegt? Fá okkur jólaöl og pizzu?
Alveg til í kvöld - gætum jafnvel verið hjá mér, ég er ekki viss hvort að ég komist 20.des þar sem allt eins líklegt er að ég fari vestur á ísafjörð þann dag.
Jæja hvað segið þið. Í dag er 18, á að hittast í dag eða hvað? Ég verð ekki í netsambandi fram eftir degi en svara í gemsann. Ef 20 verður fyrir valinu þá kemst ég eftir kl 20:00. Svo er spurning um húsnæði. Ég get lagt til húsnæði, þarf nú samt að tala fyrst við Helgu um það.

laugardagur, desember 16, 2006

20.des er í fínu lagi mín vegna.

föstudagur, desember 15, 2006

hæhæ
ég kemst bæði 18 og 20. fer bara eftir veðri, heilsufari og vinnu kallsins. Það eru sko búin að vera endalaus veikindi hjá grislingunum en það hlýtur að fara að verða búið.

p.s. ég komst inn í Kennó og byrja í fjarnámi á nýja árinu :)
Hei þið sem eruð að fara að þvælast út á land um jólin!!! Er betra fyrir ykkur að við hittumst 18. ?? Ég get alveg snúið upp á handleggina á fólki og frestað hinu dæminu!!! Endilega látið vita!!!

Og hvar viljum við hittast.... hver þorir???

Stebba, ekki geturðu sent mér myndina af borg óttans á email. Algjör snilld og langar að skoða hana betur. Upplausnin er ekki nógu góð hér á blogginu!!!

fimmtudagur, desember 14, 2006

Já, þetta er nýja heildarskipulagið af Reykjavík -:) mikil ánægja með þetta hér, lýsir þessu nokkuð vel... eða þannig og þó ekki alslæmt, góð byrjun - hehe.

20.des lítur vel út, Inga það verður ekkert flogið 19.des ;) eddi í þetta sinn ertu nokkuð örugglega afsakður... Daddy-o mætir með jólaseríur og kannski Roy fái að fljóta með.

Svo er bara spurning hvar við verðum, hjá mér, hjá þér, hjá hinum og þessum eða kannski einhvers staðar annars staðar ?!?!?


Svona lítur Borg Óttans út í dag.
20.des gengur fyrir mig og gömlu mína.
En ég kemst ekki 21.des eða síðar, því þá er ég farin með hina fjölskylduna mína útúr bænum að halda jól.
Ég sting upp á 20. des!!! Mér sýnist 18. verða líklega bókaður í annað...
Við gamla mín getum mætt hvenær sem er, eigum bara ekkert félagslíf án ykkar.
Er ekki best að hittast 18.des, þá þurfum við ekki að bíða eins lengi :)

Hvernig er það? Er litli Akureyringurinn kominn í heiminn?

miðvikudagur, desember 13, 2006

ok, allt að komast á hreint, mér er alveg sama 18-20, jafnvel gæti 21. des sloppið, ekki alveg komið á hreint hvenær maður leggur í hann vestur á Ísafjörð - eða norður eins og marta myndi segja ;)

eigum við að baka "smákökur" eins og um árið (2000 eða 2001 man ekki alveg) nema að við bökuðum engar smákökur, meira drukkið, ég mætti þá með svuntuna góðu sem skilaði sér loks til mín núna í haust !!

þriðjudagur, desember 12, 2006

.... ég skrepp auðvitað suður en ekki austur.... þetta fer að venjast.....
Ég dreg mig í hlé :-) Enda sést Ella útlendingur ekki á hverjum degi og svo er ég líka bara ættleidd! Skrepp í sólarhring austur í næstu viku, stefni á að vera aðeins lengur næst, þá tékka ég á ykkur.
Já að sjálfsögðu rústa ég þessari jólaseríuskreytingarkeppni. Ég kemst 18. og 19. des.
Jei, fjör!!!
En 19. des erum við akkúrat bókuð? Hvað með 18. eða 20. ????

mánudagur, desember 11, 2006

Dad, ég býst ekki við öðru en að þú rústir þessari jólskreytingakeppni (eins og öðru). Það væri gaman að fá myndir.

Ég er til í hitting þann 19.des, þið segið bara til.
Ég verð í bænum 19. desember.

föstudagur, desember 08, 2006

Gleðileg jól Eddi minn :) hlýtur að líða að því að litli drengurinn fari að kíkja í heiminn til foreldra sinna, endilega eins og Ella segir - sýndu okkur myndir sem fyrst !

Líst vel á innflutningspartý BT, bara þegar þér hentar, kannski bara fljótlega eftir áramót í janúar..... innflutningspartý eru fyrir húsráðendur ekki gesti, til að fagna því að vera flutt inn ;)

Sting upp á þriðjudeginum (!!) 19. des fyrir hitting, hvort það gengur er önnur saga.... aldrei að vita, eru ekki allir komnir í jólaskap þá !!!!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Það eru karlmennirnir í familíunni sem eru duglegastir á blogginu þessa dagana!

Mútter, við bíðum spennt eftir fréttum af nýjasta erfingjanum! Pósta inn mynd við fyrsta tækifæri þegar hann kemur í heiminn!

Dad, passaðu þig á jólaljósashowinu! Segi eins og Mútter, ekki detta! Það er bannað að detta!

Ég hef ákveðið að láta inniljós og kertaljós duga... læt foreldrum mínum eftir aðrar skreytingar enda ætlum við að vera þar í góðu yfirlæti í heilar 3 vikur yfir jólin.

Lilli, velkominn aftur á Klakann, greinilega kaldara í Berlín en hér. Hér er bara haustveður og 15 stiga hiti. Ekkert sérlega jólalegt.

Ég væri alveg til í smá hitting yfir jólin. Er á Klakanum frá 16. des til 6. jan. Einhverjir dagar þegar bókaðir en endilega stinga upp á dagssetningum ef áhugi er á slíku!
Jæja þá er konan komin dag fram yfir og allir að bíða spenntir! Það varð ekki mikið úr einhverskonar innflutningspartý og helgin fór bara í að fúa flísar á vegg....mosaic drasl sem við héldum en þurfti að endurraða vegna breytinga. Þeim var endurraðað stykki fyrir stykki. Þetta helv. er búið að taka mih mánuð og svo koma jólin!! Arrgh, maður er rétt búin að lappa uppá kofann og þá þarf að fara að skreyta allt draslið! Þá koma í ljós ómögulegar innstungur og fleira og fleira. Ég set nú samt bara ljós á svalirnar svo ég fer ekki að fórna mér fyrir jólin eins og Dad....hmmm hafið þið pælt í því annars við Dad erum skilin....Dad mundu að fólk sem dettur niður af húsþökum er oft marga mánuði að jafna sig!! Enginn hreyfing = BT hleypur í spik! Lilli berlínarfari! Svo Berlín var betra en Ak síðustu helgi .. bíddu þar til ég bíð þér næst :)

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jæja er ekkert að frétta í jólamánuðinum, allir uppteknir í jólagjafainnkaupum... Jæja nú er ég búinn að vera í útiseríuskreytingum, hef greinilega flutt í götu þar sem jólaskreytingar eru íþrótt og ég hef ákveðið að taka þátt í kapphlaupinu. Það eru sennilega 7-8 metrar upp í hæsta punkt á þakinu þannig að þetta þýðir talsverða lífshættu meðan þessu er komið fyrir.

Ég þarf endilega að fara að halda innflutningspartí fyrir ykkur. Einhver óskadagsetning??

mánudagur, desember 04, 2006

rólegt um að vera á síðunni, megum ekki láta hana deyja út vinir....... hvar er Roy ?

minn var í Berlín alla síðustu viku, helv. fínt og notalegt að komast aðeins af landi brott, þó svo veðrið í Berlín hafi ekki verið neitt hlýtt, kringum 5-8°C.

hvernig var um helgina Ed ? eigum við að stefna á eitthvað jóladæmi, ef svo er þá fer minn vestur á Ísafjörð um jólin sennilega í kringum 20-21. des.

hvað segið þið ?