Til hamingju með afmælið Böddi og Ella, til hamingju með Kjartan. Ég var einmitt að kíkja á myndirnar af honum í dag, ekkert smá myndarlegur gæi.
Annars get ég sagt ykkur smá fréttir af mér, það er að fjölga í fjölskyldunni okkar í júlí n.k. (er komin 16 vikur). Svo það verður heldur betur fjör hjá mér næsta haust, með lítið kríli og gaurinn minn sem verður pottþétt svoldið abbó þar sem hann vill helst hafa alla athygli á sér.
Og svo smá til stelpnana, eruð þið til í kaffihúsaferð fljótlega, mig langar svo að fara að komast eitthvað aðeins út úr húsi. Ég er til hvenær sem er svo lengi sem færðin er ágæt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli