mánudagur, febrúar 21, 2005

Helvíti að missa af skvassinu með ykkur. Bara komst aldrei áður en ég fór út. Þetta er greinilega alvöru fyrst það eru íþróttameiðsl. Allt við það sama í Lundi. Æfi hérna eins og brjálæðingur, þó ekki skvass. Held til í lyftingarsalnum með hinum tröllunum og reyni að verða hrikalegur. Svo er hlaupið 6 sinnum í viku. Svo er ég líka farinn að æfa raddböndin, það var nú nauðsynlegt að styrkja blessaðan Íslendingakórinn í Lundi, ekki veitir af. Mætti í fyrsta skipti á kóræfingu í síðustu viku og kórstjóranum varð það á að biðja okkur um að syngja eins hátt og við gætum. Ég er nú yfirleitt beðinn um að lækka mig og lét ekki segja mér þetta tvisvar heldur setti allt í botn og söng eins og sönnum hetjutenór sæmir með þeim afleiðingum að upphlaup varð í kórnum. Er svo á leiðinni til Gautaborgar á hallærislegasta fyrirbæri sem til er: kóramót íslendingakóra í Svíþjóð. En hvað lætur maður ekki hafa sig út í fyrir frægðina?!
Annars styttist nú í að ég kíki á klakann, verð heima um páskana.

BT

Engin ummæli: