mánudagur, febrúar 21, 2005

Helvíti að missa af skvassinu með ykkur. Bara komst aldrei áður en ég fór út. Þetta er greinilega alvöru fyrst það eru íþróttameiðsl. Allt við það sama í Lundi. Æfi hérna eins og brjálæðingur, þó ekki skvass. Held til í lyftingarsalnum með hinum tröllunum og reyni að verða hrikalegur. Svo er hlaupið 6 sinnum í viku. Svo er ég líka farinn að æfa raddböndin, það var nú nauðsynlegt að styrkja blessaðan Íslendingakórinn í Lundi, ekki veitir af. Mætti í fyrsta skipti á kóræfingu í síðustu viku og kórstjóranum varð það á að biðja okkur um að syngja eins hátt og við gætum. Ég er nú yfirleitt beðinn um að lækka mig og lét ekki segja mér þetta tvisvar heldur setti allt í botn og söng eins og sönnum hetjutenór sæmir með þeim afleiðingum að upphlaup varð í kórnum. Er svo á leiðinni til Gautaborgar á hallærislegasta fyrirbæri sem til er: kóramót íslendingakóra í Svíþjóð. En hvað lætur maður ekki hafa sig út í fyrir frægðina?!
Annars styttist nú í að ég kíki á klakann, verð heima um páskana.

BT

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Líst vel á lok apríl. Mynda og gourmet kvöld.
Við Marta og Hildur hittumst á kaffihúsi um daginn, var rosa gaman að sjá Hildi aftur. Við gamla vorum að koma úr skvassi, hún með smá hnjask á milli augnanna. Fékk í sig þrusubolta, ég var að reyna að sýna einhverja takta...ekki alveg nógu gott.
Skilst að þetta sé að lagast, sést bara í vissum prófíl.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ekki negla 23. strax. Höfum aðeins á bak við eyrað annaðhvort 23. eða 30.!!! Á enn eftir að ákveða endanlega ferðadagssetningar!
Á að negla 23. ??
Laugardagskvöld.... 23. apríl hljómar vel.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Styð það, held það væri ágætt að fastsetja dagssetningu, þá geta allir tekið hana frá í dagatalinu. Ég ætla að reyna að vera yfir 2 helgar svo ég nái nú að sjá sem flesta og ég hugsa að fyrri helgin yrði betri kostur. Líklega færi ég heim á sunnudegi. Engar endanlegar dagssetningar eru ákveðnar, það fer eiginlega allt eftir mömmu og hennar námi. Get eiginlega ekki verið að koma fyrr en hún er búin að klára lokaverkefnið sitt. Svo tímasetningin er ekki fyrr en eftir miðjan apríl, hugsanlega lok apríl - byrjun maí! Þú getur því rólegur farið á árshátíð Böddi!
Þetta gætu verið 22., 23. apríl, 29. eða 30. apríl! Hvort viljið þið föstudags eða laugardagskvöld?

mánudagur, febrúar 14, 2005

sælar elskurnar,
það er spurning hvort við eigum að reyna fastsetja einhverja dagsetningu fyrir næsta geim (matarboð og myndakvöld?). Það kannski byggist svolítið á þér Ella, hvenær þú ert á landinu ? Ég veit fyrir sjálfan mig að 9. apríl er off þar sem ég er á árshátið. Páskarnir eru í lok mars þannig að þeir eru ekki að trufla. Hvað segið þið, reyndar alltaf erfitt að fastsetja dagsetingu 2 mánuði fram í tímann.......

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Hæ meiri snjór meiri snór meiri snjór...jibbý minns fær frítt far norður um helgina á skíði...well 'frítt' ég þarf að keyra 3 hljómsveitir á djamm, hinar fræknu sveitir Beikon, Ælu og Skáta...það vantar ekki nöfnin :)


miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar... og til hamingju með daginn Böddi!!! Jú, það passar, Kjartan er fæddur sama dag og þú... bara einhver x ár á milli! Og fyrst maður er í hamingjuóskunum... Innilega til hamingju Hildur!!!! Gaman gaman! Þetta verður stuð hjá þér en bara gaman!
Ákveðiði endilega kaffihúsaferð, ég redda bara þyrlu. En ég vona að við séum enn on þegar ég mæti á Klakann, sem verður líklega í apríl!
Ætlaði að bæta við að það er annað hvort þessi vika eða næsta sem ég get "hist". Hugsa að færðin sé ekkert fljúgandi núna fyrir Hildi.. en 22. feb er ég að fara til Brighton og verð í rúma viku svo að drífum okkur endilega í að hittast. Segiði hvenær þið komist og svo veljum við tíma :)

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Kærar afmæliskveðjur til beggja töffaranna!
Svooooooooooo skemmtilegar þessar óléttur :D Hjúkkit að fréttirnar eru komnar hérna inn... ég var að springa!! Kveðja frá Ágústu í gestabók :)

Ofsalega til í kaffihús. Langar líka til að hitta ykkur og komast út úr húsi. Er reyndar að byrja í Landsbankanum eftir viku og Tinna fór til dagmömmu í dag........... pínu erfitt :S Er s.s. að fara í starfsmannahaldið eins og ég var að gera í KB-banka. Yfirmaður minn þar skipti um banka, ásamt öllum sem ég þekkti þannig að ég er bara að fara að hitta gamla liðið aftur - sem er gott :)

Svo ætla ég að sækja um MS í viðskiptafræði fyrir haustið. Skemmtilegt að hafa svona margt framundan því aðallega hefur Halli staðið í námi og vinnum meðan ég hef verið ólétt og séð um börnin. Gaman að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Hvenær eigum við svo að hittast? Ég kemst eftir 8 á þri,fim og fös en fyrir 8 á mán og mið.
Ja hérna, það er aldeilis.... til hamingju HILDUR !!!! Vona að allt eigi eftir að ganga vel.
Meiri frjósemin í sumum Kúbu-fjölskyldu-meðlimum um þessar mundir - erfingjarnir fara brátt að nálgast annan tuginn !
Til hamingju með afmælið Böddi og Ella, til hamingju með Kjartan. Ég var einmitt að kíkja á myndirnar af honum í dag, ekkert smá myndarlegur gæi.

Annars get ég sagt ykkur smá fréttir af mér, það er að fjölga í fjölskyldunni okkar í júlí n.k. (er komin 16 vikur). Svo það verður heldur betur fjör hjá mér næsta haust, með lítið kríli og gaurinn minn sem verður pottþétt svoldið abbó þar sem hann vill helst hafa alla athygli á sér.

Og svo smá til stelpnana, eruð þið til í kaffihúsaferð fljótlega, mig langar svo að fara að komast eitthvað aðeins út úr húsi. Ég er til hvenær sem er svo lengi sem færðin er ágæt.
Gleymdi að óska þér Ella til hamingju með litla púkann/prinsinn þinn.... 1 árs.
Mig minnir endilega að hann eigi sama afmælisdag og ég 5. febrúar.

mánudagur, febrúar 07, 2005

sæl öll, þá er maður svona að mestu að skríða saman eftir leiðindarflensu sem herjaði á mann alla síðustu viku ! Ömurlegt að liggja svona fyrir og geta lítið gert... vona að þið flest hafið sloppið við þessa pest sem er að ganga og manni skilst að hálf þjóðin hafi fengið eða liggi í, allavega nokkrir á mínum vinnustað núna frá vegna hennar !

ég á alltaf eftir að upplifa Köben (í kóngsins köbenhávn) - kannski maður eigi eftir að rekast á einhver ykkar þar á strikinu (er samt ekki á leiðinni þangað á næstunni) !

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

mútter! það er þorrablót á vinnustaðnum hja mér á föst!! massa stemning og endalaust fjör :Þ þú ert velkominn!!!!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Hann er alveg yndislegur hann Halldór Þór!!! Sé hann fyrir mér með víkingakórónuna að steyta hrútspunga úr hnefa! Þið hafið ekki viljað gefa honum svið????

Látið mig vita þegar þið farið til Köben, alltaf hægt að redda sér ódýru flugi þangað!!!!