Jæja þá er maður orðinn net-tengdur aftur og getur farið að tjá sig á blogginu góða !
Var að fá netið tengt heim á nýja staðinn í Grafarvog í vikunni og svo fer maður aftur í vinnuna á mánudag - allt of stutt þessi sumarfrí !
Já laugardagskvöldið góða um daginn var bara helvíti ferskt, stuð á okkur flestum og fórum niður í bæ til að fara á Thorvaldsen, fórum hins vegar á Nasa og enduðum svo á Dubliners og Amsterdam !! Já svona er þetta... eftir kippu af bjór já og eða meira og svo smá meira :)
Við þurfum svo endilega að elda saman næst þegar við hittumst, maður saknaði þess svolítið um daginn að vera ekki að matbúa einhverja snilldina saman og drekka með...
Ég væri alveg til í að að bjóða ykkur heim til mín í grill í nýju íbúðina þegar ella kemur heim og hittast og/eða Hildur vill endurbjóða í grill og pott til sín ?!? Bæó í bili :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli