Flottar myndir!
Ég pikkaði bara út nokkrar til að skoða, svo gaman að sjá ykkur aftur... verður enn skemmtilegra að sjá ykkur "life"!!!!
Er á skrilljón að þvo og pakka. Komum í gær úr frábærri ferð í Loire-dalinn, komnar myndir á síðuna hans Kjartans ef þið viljið skoða. Stubbur er aldrei þægari en þegar við erum á ferðalagi og það kom í ljós í ferðinni að hann er upprennandi gourmet. Hann er orðinn veitingahúsarýnirinn okkar. Í hvert sinn sem við förum á lélegt veitingahús þá orgar hann, kvartar og kveinar, en ef staðurinn er mjög fínn og góður matur þá er hann stilltur og prúður! Aldrei verði eins þægur og þegar við borðuðum á fínum stað sem hafði 1 Michelin-stjörnu! Algjör!
En við fljúgum heim á Klakann á morgun og ég verð alveg til 12. sept. Verðum að koma inn einu Kúbudjammi!!!!
Heyrumst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli