mánudagur, ágúst 30, 2004

Velkomin Inga!!! loksins ertu komin í familiunna :) vona ad þid komid a laug en vid verdum nu samt sem adur ad fara ad plana eitt kubutjutt med dinner... tad er af ALLIR syna þvi einhvern ahuga!!! Gerum þad þegar mom kemur heim :)
Velkomin í hópinn Inga! Það var ekki hægt að hafa þig skröltandi eina þarna á gestabókinni.

Hvernig er það, verður hópferð í geimið hjá þeirri Gömlu?
Velkomin í klíkuna Inga ;)
Það er þá spurning hvort við reynum ekki að fjölmenna í STÓRafmælið hjá þeirri "gömlu" fyrst önnur dagsetning finnst ekki.... líst vel á það ég er reyndar ekki sjálfur viss um mætingu en maður reynir kannski að kíkja aðeins ! Dinner og kúbudjamm bíður þá bara betri tíma í vetur !

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Jahú!!!!!!!! Takk fyrir elskurnar mínar :D Þetta er miklu skemmtilegra en að bjánast eitthvað á gestabókinni og vita ekkert hvort einhver kíkir þar inn eða ekki ;) Sem sagt... allir að kíkja þar inn núna og sjá hvað ég hef haft að segja.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Þar sem ég fékk eitthvað af póstinum sem ég sendi ykkur í gær aftur í hausin... stupit forrit!! hhmm... þá set ég þetta hér inn líka!! sem sagt gamla geitin er að verða þrítug!!!! Að því tilefni ætlar hún halda "kempe" glimmer party :) ykkur ollum er því hér með boðið og ég vona að þið sjáið ykkur fært um að fagna þessu með með henni (gamla greyinu) .
staður og stund : Ásbraut 15-17 Kópavogur kl 8 á afmælisdaginn 4 sept.
Þrátt fyrir aldurinn og minnisleysið þá gleður hún sig yfir að hin gamla er RUMLEGA ári eldri þannig hún á alltaf von!!!

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Jæja hvað segið þið hin.... alveg hætt að tjá ykkur, hummmmm..... fínt að fara fá dagsetningu á geim ef við ætlum að hittast aftur í sumar !

mánudagur, ágúst 23, 2004

Ok, skoðaði gestabókina!
Fyndið, mig dreymdi einmitt Ágústu um daginn og hún hafði þá fengið strák!
Eru einhver plön um heimsókn að kíkja á strákinn?
Hæ hæ!
Sorrí, ég hef lítið komist í tölvu undanfarið.... plús að dagskráin hefur verið nokkuð þétt. En nú fer hún að róast.
Dagssetning, humm... Fyrir mig er helgin 3.-4. sept langbest. Hrafnkell fer aftur út næsta sunnudag og öll kvöld þangað til eru bókuð. En ég er laus alveg eftir það. Hann kemur svo aftur 9. sept og við förum öll út 12. sept, og sá tími er alveg bókaður.
Látið heyra í ykkur...
bk
Ella

p.s. er eitthvað að frétta af Gústu?
Kannski Ella ætti að koma með dagsetningu á dæmið fyrst hún er á landinu í stuttan tíma. Ég er nokkuð laus á næstunni, nema helgina 3. - 4. september. Næsta helgi hentar vel eða jafnvel helgin 10-11. september, hvað segirðu um það Ella ?
Halló, hvernig er það, á ekki að reyna að koma að eins og einu partí með Ellu?? Eigum við að reyna að finna dagsetningu á það?? og stað? Það er held ég alveg sama mín vegna hvenær það er, og það má þess vegna vera heima hjá mér ef þið nennið að koma austur. Ég get líka alveg komið í bæinn....

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Flottar myndir!
Ég pikkaði bara út nokkrar til að skoða, svo gaman að sjá ykkur aftur... verður enn skemmtilegra að sjá ykkur "life"!!!!
Er á skrilljón að þvo og pakka. Komum í gær úr frábærri ferð í Loire-dalinn, komnar myndir á síðuna hans Kjartans ef þið viljið skoða. Stubbur er aldrei þægari en þegar við erum á ferðalagi og það kom í ljós í ferðinni að hann er upprennandi gourmet. Hann er orðinn veitingahúsarýnirinn okkar. Í hvert sinn sem við förum á lélegt veitingahús þá orgar hann, kvartar og kveinar, en ef staðurinn er mjög fínn og góður matur þá er hann stilltur og prúður! Aldrei verði eins þægur og þegar við borðuðum á fínum stað sem hafði 1 Michelin-stjörnu! Algjör!
En við fljúgum heim á Klakann á morgun og ég verð alveg til 12. sept. Verðum að koma inn einu Kúbudjammi!!!!
Heyrumst

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Langar líka í mat eins og Lille Bro. Við verðum að elda eitthvað næst, ekki bara drekka, þó það sé gaman líka. Myndirnar úr partýinu eru óritskoðaðar á www.os.is/~sgh/kubufjolskyldan ;) Þær eru soldið stórar, en ef þið farið í tools-internet options-advanced og undir Settings: Multimedia og haka í Enable Automatic Image Resizing. Þá passa myndirnar í rammann.
Er farin í ferð í viku, er svo alveg til í að hafa Ellu kúbudjamm.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Jæja þá er maður orðinn net-tengdur aftur og getur farið að tjá sig á blogginu góða !
Var að fá netið tengt heim á nýja staðinn í Grafarvog í vikunni og svo fer maður aftur í vinnuna á mánudag - allt of stutt þessi sumarfrí !
Já laugardagskvöldið góða um daginn var bara helvíti ferskt, stuð á okkur flestum og fórum niður í bæ til að fara á Thorvaldsen, fórum hins vegar á Nasa og enduðum svo á Dubliners og Amsterdam !! Já svona er þetta... eftir kippu af bjór já og eða meira og svo smá meira :)
Við þurfum svo endilega að elda saman næst þegar við hittumst, maður saknaði þess svolítið um daginn að vera ekki að matbúa einhverja snilldina saman og drekka með...
Ég væri alveg til í að að bjóða ykkur heim til mín í grill í nýju íbúðina þegar ella kemur heim og hittast og/eða Hildur vill endurbjóða í grill og pott til sín ?!? Bæó í bili :)

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

hæhæ, bara rólegt í kúbueldhúsinu...Allir í fríi??? Ég er loksins að fara í sumarfrí, reyndar bara 2 vikur en samt það verður æði. Við ætlum að fara í vikuútilegu og svo verða bara rólegheit.
Fyrst að "pottapartíið" klikkaði svona, eigum við þá ekki að gera eitthvað með stæl þegar Ella kemur heim? Mig langar hrikalega að hitta ykkur, fékk mér bara "óvart" bjór með tengdó eftir að vera búin að púla allan laugardaginn og komst þ.a.l. ekki í partíið til Stebbu. Lofa að koma næst!!!

Hvernig var annars partíið??? Ekkert slúður??
Ef þið ákveðið eitthvað "Elludjamm" á meðan ég er í fríi, endilega sendið mér SMS, nenni ekki að reyna að endurlífga Olgu til að kíkja á netið...gsmið er 8650638.