miðvikudagur, janúar 30, 2008

Hæhæ
Velkomin heim Ella :) Já ég er sko líka til í hitting, vil samt ekki lofa neinu á meðan færðin er svona. Lenti í svo hrikalegu veðri um daginn að ég keyri sko ekki í hverju sem er eftir það. Alger skræfa, ég veit! En mig langar orðið alveg hrikalega til að hitta ykkur, alltof alltof langt síðan. Er líka með bullandi samviskubit yfir að hafa klikkað svona svakalega þegar Inga var að reyna að smala okkur saman svo að nú verð ég að standa mig!

Ég er búin með Kennó og get því bæði titlað mig sem grunnskólakennara og framhaldsskólakennara, ekkert smá ánægð með það. Ég er líka alveg að fíla mig í kennarahlutverkinu, dauðlangar reyndar til að prófa að kenna í Fjölbraut en finnst bekkurinn sem ég er með núna svo æðislegur að ég veit ekki hvort ég tími að sleppa honum strax. Ég er s.s. að kenna 8.bekk í Barnaskólanum á Eyrarb. og Stokks., sama bekk og ég var með í fyrra. Svo að fyrst að lærdómurinn er búin þá sit ég bara og föndra á kvöldin (dettur stundum í hug hryllingssögurnar hennar Mörtu frá Ólafsvík). Mér finnst reyndar hrikalega gaman að föndra svo ég er mjög sátt með þetta :)

Allavega, hlakka til að hitta ykkur aftur, og hvernig var það, var ekki pæling um að hittast öll sem vorum í landafræðinni, svona af því að það eru 10 ár síðan við kynntumst?

Engin ummæli: