fimmtudagur, janúar 24, 2008

Gleðilegt árið elskurnar mínar!!!!
(Samkvæmt belgískum "reglum" má maður senda áramótakveðjurnar alveg til loka janúar)

Þá er maður kominn aftur á Klakann, í orðsins fyllstu! Snjór snjór snjór og aftur snjór!

Ég er svona rétt að lenda og ná áttum. Við tókum fyrstu dagana í afslöppun og n.k. frí því foreldrar mínir hafa bæði verið heima og getað hjálpað með strákana. En nú eru allir komnir í vinnu aftur og Kjartan byrjaður í leikskólanum, svo það er víst ekki seinna vænna að komast í gír, finna dagmömmu og vinnu!!!!!
Ég held samt að ég lendi ekki alveg fyrr en búslóðin okkar er komin og við flutt inn í "okkar" íbúð! Þá fyrst byrjar alvaran aftur...

En vonandi sé ég ykkur nú flest sem fyrst. Hvenær eigum við að hafa næsta Kúbukvöld????

Engin ummæli: