miðvikudagur, mars 19, 2008

Hæ.
Þetta gengur illa. Þið bara látið mig vita þegar þið ætlið að hittast og ég sé þá til hvort ég verð í bænum eða ekki.
Gleðilega páska.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Sælir vinir, gætum allt eins tekid "lunch" eda einn espresso um kaffileytid mín vegna... væri gaman ad sjá fésin á ykkur aftur, spjalla og diskútera, long-time no-see. Eru ekki Sólon eda Vegamót alltaf fínir stadir .

Kem á sunnudaginn nk. og býst vid ad fara vestur á Ísafjord 19. eda 20.mars. Verd med símann á mér og gamla góda íslenska númerid. Ef ekki er stemmning eda fólk almennt bissí, thá bara frestum vid og gerum eitthvad gott úr thessu seinna meir.

kv, BIE.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Uhh, sýnist sem þetta verði hugsanlega erfitt.

Var að skoða dagatalið og þetta eru allt virkir dagar sem Böddi er í bænum, nema kvöldið 19. mars... og það kvöld eru bæði ég og Hildur uppteknar.

Plan B gæti verið að hittast og fara út að borða saman eitthvað af hinum kvöldunum. Gæti það hugnast fólki?

Svo veit ég að Stebba er á einhverju heljarinnar flakki um veröldina? Hvernig er það Stebba, verðurðu staðsett á Klakanum á þessum dögum?

Og hvað með ykkur landsbyggðartútturnar, hvar í veröldinni verðið þið?
Hvað segið þið kæra Kúbufjölskylda, eru allir geim í hitting í næstu viku????

Getum haldið Kúbupartý heima hjá mér, ég á nóg af kúbutónlist og er með sérstaka mojito-stillingu á ísskápnum mínum!

Hvað segið þið? Eru allir geim eða eru allir "annars staðar"????

miðvikudagur, mars 05, 2008

Hæ, verd á landinu fra 16. - 27. mars, allavega i bænum frá 16. - 19.mars, verdum um páskana á Ísafirdi.

Ef thid viljid skipuleggja hitting a thessum tima, væri ég til í eitthvad geim.... it´s up to you !

kv, Bjorn Ingi.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Hæ hæ, 
gaman að heyra frá ykkur, velkomin "heim" Ella, þ.e. til Íslands :)
Býst við fleiri partýum, kúbu-kokkteilakvöldum, sumarbústaðaferðum og skemmtilegum uppákomum, 10 ára partýið verður fljótt 15 ára.... landsbyggðar"pakkið" verður aðeins að fara taka sig á, eða höfuðborgarsvæðisliðið að skreppa út í sveit !
Skemmtilega vetrarveðrið á klakanum búið að vera hefur maður lesið um á netinu, ekkert nema lægðir, ófærð og snjór... hér i Köben er bara nokkuð rólegt og þægilegt, 7-9 gráður og voða einhæft veður eftir frekar kalda desember og janúar. 
Búinn í prófum, sem gengu nokkuð vel og allt á áætlun enn... kominn í "dönskukúrs" í skólanum þannig að núna verður maður að fara taka dönskuna vel í gegn ef maður ætlar að komast í gegnum hann. Fjallar um kenningar og aðferðarfræði í landslagsarkitektúr, virkar nokkuð nettur við fyrstu sýn, verkefnavinna komin á fullt, 10 íslendingar í sama kúrs og próf í byrjun apríl.
Til hamingju með kennarann Hildur, örugglega gaman að kenna skemmtilegu fólki, unglingum og krökkum.... sömuleiðis Stebba gaman að flytja, maður á örugglega eftir að kíkja i eitthvað partýið, kúbukvöldið á næstu árum í Árbænum ;)
Med venlig hilsen, BIE.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Hæ.
Til hamingju Hildur :-)
Ég er alltaf á vonlausum tímum í RVK, yfirleitt í miðri viku í 2-3 daga. Þannig að bústaðadjamm eða partý verða án mín. Annars er lítið planað hjá mér. Lífið er svo afslappað þessa dagana að ég nenni ekki plönum. Ætla í fyrsta skipti á ævinni að njóta rólegheitanna í stað þess að fylla skedjúalið þannig að það rjúki út um eyrun. Svona er gott að búa á Egilsstöðum...
En ef þið eruð einhverntíman til í kaffihús eða út að borða í miðri viku ( eða jafnvel á föstudegi) þá er ég til.
Kveðja, Inga

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Hæhæ
Velkomin heim Ella :) Já ég er sko líka til í hitting, vil samt ekki lofa neinu á meðan færðin er svona. Lenti í svo hrikalegu veðri um daginn að ég keyri sko ekki í hverju sem er eftir það. Alger skræfa, ég veit! En mig langar orðið alveg hrikalega til að hitta ykkur, alltof alltof langt síðan. Er líka með bullandi samviskubit yfir að hafa klikkað svona svakalega þegar Inga var að reyna að smala okkur saman svo að nú verð ég að standa mig!

Ég er búin með Kennó og get því bæði titlað mig sem grunnskólakennara og framhaldsskólakennara, ekkert smá ánægð með það. Ég er líka alveg að fíla mig í kennarahlutverkinu, dauðlangar reyndar til að prófa að kenna í Fjölbraut en finnst bekkurinn sem ég er með núna svo æðislegur að ég veit ekki hvort ég tími að sleppa honum strax. Ég er s.s. að kenna 8.bekk í Barnaskólanum á Eyrarb. og Stokks., sama bekk og ég var með í fyrra. Svo að fyrst að lærdómurinn er búin þá sit ég bara og föndra á kvöldin (dettur stundum í hug hryllingssögurnar hennar Mörtu frá Ólafsvík). Mér finnst reyndar hrikalega gaman að föndra svo ég er mjög sátt með þetta :)

Allavega, hlakka til að hitta ykkur aftur, og hvernig var það, var ekki pæling um að hittast öll sem vorum í landafræðinni, svona af því að það eru 10 ár síðan við kynntumst?
Gaman að frétta af ykkur. Velkomin heim Ella!
Ársfundur félags landfræðinga verður haldinn þann 28.feb, þið mætið öll.. ekkert múður.
Þeir sem eru ekki í félaginu komast í félagið með hraði í gegnum klíku (sendið mér, BT eða Eddie póst með kt ofl).
Stjórn FL er að skipuð óvenjulega skemmtilegu fólki, þessvegna verður þetta óvenjulega skemmtilegt kvöld og þið fáið að borða og drekka.
Svo var kerlingargreyið líka að heimta kúbuparty... verð að segja að við erum orðnar DESPERATE.
Dagsetningu frá ykkur landsbyggðafólki sem fyrst. Hvenær komist þið í bæinn í partý eða í sumarbústað með okkur?

Svo eru fréttir af mér, ég var að flytja í Reykás 33 um helgina, er á fullu að mála og græja allt mögulegt og er að tapa mér yfir því öllu. Halldór skipti um skóla með viðeigandi veseni og svo er klikkað að gera í vinnunni. Ég ætla þessvegna að stinga af til útlanda í frí um leið og ég sé nokkurn sjens á því. En fyrst vil ég kúbuparty og þamba mojiot með ykkur.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Gleðilegt árið elskurnar mínar!!!!
(Samkvæmt belgískum "reglum" má maður senda áramótakveðjurnar alveg til loka janúar)

Þá er maður kominn aftur á Klakann, í orðsins fyllstu! Snjór snjór snjór og aftur snjór!

Ég er svona rétt að lenda og ná áttum. Við tókum fyrstu dagana í afslöppun og n.k. frí því foreldrar mínir hafa bæði verið heima og getað hjálpað með strákana. En nú eru allir komnir í vinnu aftur og Kjartan byrjaður í leikskólanum, svo það er víst ekki seinna vænna að komast í gír, finna dagmömmu og vinnu!!!!!
Ég held samt að ég lendi ekki alveg fyrr en búslóðin okkar er komin og við flutt inn í "okkar" íbúð! Þá fyrst byrjar alvaran aftur...

En vonandi sé ég ykkur nú flest sem fyrst. Hvenær eigum við að hafa næsta Kúbukvöld????
Velkomin heim Ella!