Ég er aðallega í Freiheitssjokki þessa dagana! Fór beint úr því að klára skólann í að pakka niður búslóðinni og flytja. Eftir flutningana skelltum við hjónin okkur í brúðkaupsferðina, lágum í 10 daga barnlaus á S-Ítalíu og nutum lífsins. Komum svo í rúma viku til Íslands að sækja Kjartan og náðum að hitta einhverja vini og ættingja í leiðinni. Komum aftur núna á laugardaginn og ég er bara í því að ná áttum og eiginlega fatta hvað ég eigi af mér að gera.
Annars fannst mér mjög sætt í gær, maðurinn minn svaraði því til að ég væri busy við að vera ólétt! Ánægð með það! Og það var planið, að liggja og hvíla sig í allt sumar. Ekki veitir af, við fórum í sónar á mánudaginn og þá kom í ljós að þetta er annar strákur! Og miðað við spörkin verður hann mjög fjörugur, jafnvel fjörugri en stóri bróðir hans. Það veitir heldur ekki af því að hvíla sig, ég verð bara óléttari og þyngri á mér, en þarf að vera að hlaupa á eftir einum 2ja ára orkubolta. Svo tíminn sem hann er á leikskóla fer bara í slökun og leti! Maður hefur allaveganna afsökun fyrir því núna svo um að gera að nýta sér það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli