Þar sem ég er heimavinnandi húsmóðir og hef ekkert betra að gera (lesist: nenni ekki að læra) en að leika mér í tölvunni, þá tók ég mig til og tók til á síðunni okkar! Henti út einhverju rusli sem aldrei er notað, eins og gestabókinni, og lagaði tenglana.
Fór svo í smá netleit og fann fínt myndaforrit fyrir okkur! Sem leyfir okkur að fá svona fínt preview á síðuna!! Ógó flott!
Notendanafnið er kubufjolskyldan og leyniorðið mojito (nema hvað!!!)
Reyndar er líka hægt að stofna grúppu, en þá yrðum við öll að skrá okkur inn sem notendur og vera svo saman í grúppunni (eins og hér á Blogger). Prufum bara hvort þetta virkar ekki fínt!
Setti inn myndir sem ég fann úr síðasta vorpartýi heima hjá Mörtu - allir ýkt smart með sólgleraugun sín!
Ciao í bili, sýnist að þið séuð að skemmta ykkur vel á Vorráðstefnunni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli