miðvikudagur, mars 29, 2006


Jesko með tennur og hika ekki við að nota þær. Varðhundurinn!

Það er flottast að slefa, helst á afa!

Hún vill ekki láta trufla sig við blaðalestur

Þetta er minn álfur, með ömmu

þriðjudagur, mars 28, 2006

hefði verið gaman að kíkja á föstudaginn en hefði einungis getað verið í kannski 2 tíma max, þannig að ég sleppti því bara...... örugglega verið fjör eftir á svo ;)

flott myndasíða, ætla að bæta við myndum - á slatta til að setja inn.... ég á ennþá mín sólgleraugu frá hittingnum hjá mörtu, ekki spurning að maður mætir með þau í bústaðinn !!

var annars á árshátíð hjá vinnunni um helgina, haldin í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, það var bara helv. gaman, svo ætlar minn að skreppa út fyrir landsteinana næstu helgi.... heimsækja og gista hjá félaga mínum sem býr í london og við ætlum að skreppa á leik í enska og pöbbinn og fleira gaman vonandi ! fann þetta flotta ódýra fargjald hjá British Airways sem eru nýbyrjaður að fljúga hingað, einungis 11.500 kr. báðar leiðir :)
Flott myndasíða hjá Ellu, ég er búin að setja inn fleiri myndir úr partýinu. Svo á ég einhverjar eldri, þær fara þarna inn líka.
Hefði viljað vera á ráðstefnu, en það var enginn til að passa fyrir mig, Snorri í skólanum og tengdó í útlöndum.

sunnudagur, mars 26, 2006


Jæja þetta var fín vorráðstefna, held að við Eddie höfum bara verið nokkuð góðir í okkar erindum. Já þetta lítur vel út með sumarbústaðaferð, kem en veit ekki enn með maka. Það var verið að rukka eftir myndum af börnum. Hérna kemur ein af þeim.

laugardagur, mars 25, 2006

Þetta er fyrir GPS-nörda:

http://www.gpsdrawing.com/gallery/land.htm

Held mér finnist The world's biggest IF það besta!!!

föstudagur, mars 24, 2006

Í sambandi við tenglana, ef þið viljið koma fleirum á framfæri endilega bætið þeim við... eða sendið mér slóðina og ég skal bæta þeim inn!!!

Hvernig er þetta með þig Eddie, er litla skvísan þín ekki inn og á eigin heimasíðu??? Eða BT???? Maður fær aldrei að sjá myndir af krílunum ykkar!!!!
Þar sem ég er heimavinnandi húsmóðir og hef ekkert betra að gera (lesist: nenni ekki að læra) en að leika mér í tölvunni, þá tók ég mig til og tók til á síðunni okkar! Henti út einhverju rusli sem aldrei er notað, eins og gestabókinni, og lagaði tenglana.

Fór svo í smá netleit og fann fínt myndaforrit fyrir okkur! Sem leyfir okkur að fá svona fínt preview á síðuna!! Ógó flott!
Notendanafnið er kubufjolskyldan og leyniorðið mojito (nema hvað!!!)
Reyndar er líka hægt að stofna grúppu, en þá yrðum við öll að skrá okkur inn sem notendur og vera svo saman í grúppunni (eins og hér á Blogger). Prufum bara hvort þetta virkar ekki fínt!

Setti inn myndir sem ég fann úr síðasta vorpartýi heima hjá Mörtu - allir ýkt smart með sólgleraugun sín!

Ciao í bili, sýnist að þið séuð að skemmta ykkur vel á Vorráðstefnunni!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Kem í bústað !! veit ekki með maka

Hurðu annars koma ekki allir á Vorraðstefnu á morgun á Grand??

mánudagur, mars 20, 2006

Ég geri ráð fyrir að koma, geri fastlega ráð fyrir að koma ein.
greinilegt að myndasíðan er dottin út og óvirk, farin á hausinn eða eitthvað !

verðum bara að búa til nýja - endilega setja inn myndir, finna ókeypis myndveitu á netinu, ég get svo sett inn það sem ég var búinn að setja inn fyrir nokkru aftur....

ég myndi koma í bústað, reyni að fá Hildi með - kæmi bara í ljós síðar

stebba, til að setja inn myndir með frétt þá veluru add image í stikunni fyrir ofan textagluggann og svo er það nokkuð augljóst framhaldið, velur annað hvort vefslóð eða addar mynd af harða disknum þínum !

pottþétt ekki síðasta bústaðferðin.... verðum að fara lágmark annað hvert ár - helst á hverju ári :)
Oooooo, ég kæmi sko alveg með í bústað!!!! Verður væntanlega ekki síðasta bústaðaferð Kúbufjölskyldunnar, er það nokkuð??

Takk fyrir kveðjurnar, þið eruð svo sæt. En jamms, ég hef víst lítið betra að gera en að standa í barneignum þessa dagana. Klára bara þennan pakka hérna úti, kem svo heim eftir 3 ár og meika það!!! :-D

Ein spurning, hvað varð um myndasíðuna okkar góðu? Ég var að fletta í gegnum myndir frá í fyrra og datt ofan á myndir frá Kúbukvöldinu okkar þegar ég var á Klakanum í maí. Ætlaði að bæta þeim inn nema myndasíðan finnst ekki!

sunnudagur, mars 19, 2006

Til hamingju Ella :-) Frábærar fréttir :-) !
Mæli að flestu leyti með því að eiga 2 með stuttu millibili. Sérstaklega í dag þar sem þær eru mjög góðar vinkonur. Ég kem því miður ekki með í bústað.

föstudagur, mars 17, 2006

Gerum smá könnun, hverjir mæta og hverjir mæta með maka!
Ég mæti, kannski með maka. Fer alveg eftir því hvort við viljum og getum fengið næturpössun.
Ég er með myndir af bústaðnum, en hvernig set ég þær hér inn?
Það eru 2 herbergi með hjónarúmum, þannig að þeir sem koma með maka geta verið þar. Svo eru 8 dýnur á svefnlofti.
Ég held að þetta sé alveg nóg. Alveg hægt að sofa 1 nótt á dýnum á loftinu.
ég er með í bústaðinn :) spurning hvort hann sé nógu stór ?

til hamingju Ella - með litlu þægu stelpuna ;)
Ég vildi ekki bíða lengur eftir að þið svöruðuð, og bókaði bústað OS þessa helgi í maí, fáum hann 17.-24.maí. Kostar 6000.
Eru ekki örugglega allir að koma með??

fimmtudagur, mars 16, 2006

Til hamingju Ella!!! Það er nú meira hvað þessi fjölskylda er dugleg að fjölga sér :)
Ég get líka örugglega reddað bústað ef þessi klikkar. Veit um tvo átta manna bústaði í Brekkuskógi.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Til hamingju Ella!!
Þú ert með sama plan og ég, hehe. Mitt stóðst ekki, fékk ekki stelpu, en hann Árni getur nú alveg verið mjög þægur. Það er Halldór stundum líka :)
Oh, væri ég til í að koma með!!! Redda sér þyrlu, er það ekki málið??? Drekkið einn kokteil fyrir mig!

Halló allir! Sorrí hvað ég hef verið löt við að pósta undanfarið. Til hamingju þið sem eigið hamingjuóskir skildar - Böddi og BT fyrir afmælin og BT og Eddie fyrir útskriftir!! Glæsilegt hjá ykkur strákar! Þið hin fáið líka hamingjuóskir bara fyrir að vera þið!!!

En guð hvað ég sakna þess að sjá ykkur aldrei!!! Íslandsheimsóknir verða eitthvað stopular þetta árið, hugsanlega verð ég á ferðinni í júní, það verður kannski hægt að hóa ykkur saman þá?

Annars er bara allt gott að frétta úr Brusslu. Nóg að gera í skólanum, voða skemmtilegt nám nema ég er alveg komin með ógeð á verkefnum og prófum. Svo tók ég líka upp á því að verða ólétt (að vísu planað) svo orkan hefur ekki verið mikil. Þegar ég er búin að læra, sjá um heimilið, sósíalísera og hugsa um strákana mína þá fer allur afgangstími í að sofa!!!! Hlakka til þegar skólinn er búinn og ég get bara einbeitt mér að því að sofa!!! En næsta kríli á sem sagt að koma 5. okt og ég er búin að panta ÞÆGA stelpu í þetta sinn!!! Svo það verður fjör hér á bæ næsta vetur!

Jæja, nóg að sinni, en ég lofa að vera duglegri að láta í mér heyra!
Bústaðurinn er í Reykjaskógi, sem er fyrir neðan Brekkuskóg. Þar sem við vorum síðast.
Bústaður OS er laus þessa helgi. Hann kostar 6000. Það eru 2 svefnherbergi, 1 lítið með 1,5 breidd og 1 stærra með tvíbreiðu. Svo er svefnloft.
Annars er þetta lúxusvilla með potti og gasgrilli.
Látið öll vita hvort ég á að bóka!!

mánudagur, mars 13, 2006

Djö!! Sko ef ég verð ekki í Vestmannaeyjum þessa apríl helgi er ég í túr með einhvað hollenskt hyski. Sumsé ég kemst ekki...er hinsvegar búin að frelsa alveg 19-21/5 helgina

föstudagur, mars 10, 2006

Er það ekki týpískt......... einmitt þegar við erum búin að finna helgi sem nánast allir komast þá fæ ég tölvupóst í hádeginu - þar sem konan á skrifstofu FÍN segir að þessi helgi sé "því miður" ekki laus !

Eina sem er laust er helgin 28-30.apríl !!!!

hvað með þá helgi, gengur það ? ...ef ekki þá er spurning hvort þið vitið um aðra bústaði sem rúma fullt af fólki sem við getum haft afnot af helgina 19-21.maí.

annars þá er Skógarkot hér, sjá mynd.

fimmtudagur, mars 09, 2006

líst vel á seinni helgina, stefni allavega á að kíkja, veit ekki með að gista. Hvar er annars Skógarkot???
Kýlum við ekki bara á seinni? Hvað með gömluna og Hildi og fleiri??

mánudagur, mars 06, 2006

Líst vel á seinni dagsetninguna
ég líka ég líka ég líka... eg kem sko með!!!!!!!!!!!!!
Ég er til!!!
Seinni dagsetningin hentar mér bara vel.
Strax farin að hlakka til!!

föstudagur, mars 03, 2006

Takk fyrir mig BT, rosa flott veisla hjá þér og þínum

Að öðru... Skógarkot bústaðurinn er enn laus (óvíst hversu lengi) tvær helgar í maí, 5-7 og svo 19-21... eru allir til ? ég er frekar til í síðari dagsetninguna, þar sem ég verð mjög líklega á námskeiði fyrri helgina.... koma svo svara allir, það er voðaleg lægð yfir vefnum um þessar mundir ! Ella hvernig er lífð úti, lítið bloggað frá brussel þessa dagana... ?