Skemmtisaga miðvikudagsins - af því ég kemst ekki á kúbukvöld.
.... ég var að fara heim úr vinnunni einn daginn og var með báðar stelpurnar afturí. Rakel heimtaði að fá "púkanammi" sem er uppáhaldsnammið hennar og þar sem ég var orðin ansi þreytt eftir daginn brunaði ég beintí næstu bílalúgu til að kaupa "púkanammi". Þar tók á móti mér strákur sem var greinilega að byrja ekki alls fyrir löngu. Í fyrsta lagi átti hann í hálfgerðum erfiðleikum með að opna lúguna og svo þegar hann opnaði sagði hann "hæ!". Ég hafði aldrei séð þennan strák áður svo ég bauð kurteislega góðan daginn og bað um "púkanammi". Hann varð hálf-vandræðalegur með bros á vör og spurði "ha?" "Púkanammi sagði ég aftur og svo í þriðja skipti grafalvarleg. Eftir þriðja ha-ið .... horfði hann hissa á börnin aftur í og svo mig og sagði svo hálfbrosandi og hálfhissa...... Kúkanammi??????? Ég fór að hlægja svo mikið að ég kom engu orði upp, ég bara hló og hló og allt heimsins stress sem ég var búin að safna upp síðustu daga braust út í þessu geðveika hláturskasti... ég man bara ekki eftir því að hafa hlegið svona mikið... tárin voru farin að leka niður svo að ég ákvað að skella bara í gír og keyra í burtu. Núna talar strákurinn örugglega um geðveiku mömmuna sem bað um "kúkanammi" handa börnunum, hló svo eins og geðsjúklingur og keyrði í burtu... Húmor :-)
miðvikudagur, september 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli