Jæja, kæra fjölskylda, þetta er þvílík leti sem hrjáir okkur. Ég hef ákveðið að rífa þögnina...
Allir sem eiga hamingjuóskir skyldar, til hamingju (með það sem var að gerast)!!!! Búin að missa töluna á hvað er að gerast hvar...
Gaman að sjá mynd af snúllunni þinni Hildur, voða sæt stelpa! Má maður spyrja um nafnið? Forvitin, forvitin...
Takk fyrir allar hamingjuóskirnar... Mér finnst ég ekkert breytt þótt ég sé gift kona og geti titlað mig Frú Elín... íks... einhvern vegin hljómar Madame Ella betur!!!
En dagurinn var geggjaður í alla staði, fengum besta veður sem hægt er að hugsa sér og allt var bara frábært. Væri alveg til í að endurtaka þetta ;-)
Skellti með einni mynd af okkur hjónakornunum svífandi um á einhverju hamingjuskýi!
Við eigum eftir að fá allar myndirnar og þá munum við velja úr og setja á netið, sendi ykkur slóðina þegar það er búið... ef það þá gerist á þessu ári!
Ég er nefnilega byrjuð í námi... aftur... I know, get ekki hætt! Skellti mér í diploma í Project Management. Boston University er með útibú hér í bæ, allt voða lítið og sætt en helvíti góðir kennarar. Allt byrjaði með trukki fyrir 2 vikum síðan og ég er varla komin í gang með að læra! Á meira að segja að skila fyrsta hluta af annar-verkefni á morgun og það er ekki langt komið. Gúlp! Voða gaman, en samt óþolandi þessi tilfinning sem fylgir með að manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera gera eitthvað annað þegar maður stendur upp frá bókunum!
Vonandi hefur þessi langi pistill rofið þögnina og maður fari að heyra meira í ykkur hérna í "eldhúsinu".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli