Hæ Hæ kæru vinir, ekkert að gerast á blogginu okkar :( Skrýtið, en svona er þetta stundum, lítið að frétta og ekkert að segja frá.
Langaði aðeins að láta heyra frá mér í Köben, styttist í jólin og veðrið svona la-la, þó örugglega skömminni skárri en á Íslandinu, þar sem hefur verið kalt, snjór og bylur skv. netinu ;)
Við fjölskyldan erum búin að færa okkur um setur og vorum að flytja síðustu helgi á mun betri stað hér í Köben. Nær skólanum mínum, matvöruverslun hér við hornið, strætó og lestarstöð nánast beint fyrir utan, þannig að við erum á frábærum stað hér í Köbenn, í Fredriksberg fyrir þá sem eru kunnugir borginni, Borups Allé heitir gatan og er íbúðin bara ansi flott og kósý !
Ég er búinn í tveimur kúrsum og prófin gengu bara vel, annað mjög vel og hitt ansi vel - mjög sáttur miðað við fyrstu prófin, og þau munnleg í þokkabót, fyrstu prófin í um 6-7 ár, danirnir ekkert hrifnir af skriflegum prófum, vilja bara drífa þetta af og spjalla í 15-20 mín og málið er dautt !! Er byrjaður í tveimur nýjum kúrsum sem standa yfir fram í lok janúar og þá aftur munnleg próf í þeim, ansi skemmtilegir áfangar reyndar og lýst vel á framhaldið.
Hvað er annars að frétta af ykkur kæru vinir, endilega látið heyra í ykkur, einhverjar fréttir eru góðar fréttir :) Væri gaman ef maður frétti af hitting, partý eða matarboði hjá þó hluta hópsins þannig að "fjölskyldan" væri ekki dauð úr öllum æðum ! Eða sumarbústaðaferð, þær voru nú alltaf frekar skemmtilegar, vel veitt af mat, drykk og öðrum veigum... gaman saman.
Kveðja frá CPH, Björn Ingi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli