Gleðilega hátíð kæru vinir !
Við fjölskyldan hér í Köben óskum ykkar farsældar á komandi ári, með þökk fyrir liðin ár - hafið það gott í Brussell, Egilsstöðum, Akureyri, Selfossi, Mosó og Reykjavík !
Björn Ingi, Hildur og Ísak Helgi.
fimmtudagur, desember 27, 2007
mánudagur, desember 10, 2007
Sæl öll sömul!
Gaman að heyra fréttir frá Köben og Egilsstöðum.
Frá Brussel eru bæði skemmtilegar og leiðinlegar fréttir. Við erum núna á fullu að undirbúa flutninga aftur heim á Klakann. Munum pakka niður og flytja heim í lok janúar. Enn eru milljón ófrágengir endar eins og íbúð, pössun fyrir Tobba, hvað þá vinna fyrir mig og fleira, það er ekki einu sinni búið að fastsetja flutningadaga eða kaupa flugmiða... en við verðum amk komin áður en Hrafnkell byrjar að vinna 1. feb. Svo mun ég bara fara í það að leita að dagmömmu fyrir Tobba og vinnu handa mér. Ef þið vitið um eitthvað skemmtilegt endilega látið mig vita.
Í miðju flutningaskipulagsstressinu erum við svo að reyna að undirbúa jólin, nema það gengur hálf brösulega. Strákarnir eru búnir að vera meira og minna veikir í nóv og des og ég lítið komist út úr húsi. Fyrst fengum við hlaupabóluna í heimsókn og sú törn tók 3 vikur... svo var ég sloppin út í nokkra daga en þá kom kvef og hálsbólga og annað slíkt. Frá 1. des hef ég varla farið út!!!! Ég er einmitt algjört jólabarn, elska að skipuleggja gjafirnar, fara í leiðangra og kaupa í pakkana, föndra og baka, pakka gjöfunum inn fínt og allskyns dúllerí, að sjálfsögðu með jólatónlistina í botni. En það hefur farið lítið fyrir slíku fyrir þessi jól enda er ég busy að leika hjúkrunarkonu! Og gjöfunum hefur að mestu verið reddað með aðstoð internetsins og amazon!!!
Jamms.... En febrúar verður partý-mánuður!!!!
P.s. Inga, ég skal hjálpa þér að ná þessum skvísum út að borða... okkur tekst það á endanum!!!!
Gaman að heyra fréttir frá Köben og Egilsstöðum.
Frá Brussel eru bæði skemmtilegar og leiðinlegar fréttir. Við erum núna á fullu að undirbúa flutninga aftur heim á Klakann. Munum pakka niður og flytja heim í lok janúar. Enn eru milljón ófrágengir endar eins og íbúð, pössun fyrir Tobba, hvað þá vinna fyrir mig og fleira, það er ekki einu sinni búið að fastsetja flutningadaga eða kaupa flugmiða... en við verðum amk komin áður en Hrafnkell byrjar að vinna 1. feb. Svo mun ég bara fara í það að leita að dagmömmu fyrir Tobba og vinnu handa mér. Ef þið vitið um eitthvað skemmtilegt endilega látið mig vita.
Í miðju flutningaskipulagsstressinu erum við svo að reyna að undirbúa jólin, nema það gengur hálf brösulega. Strákarnir eru búnir að vera meira og minna veikir í nóv og des og ég lítið komist út úr húsi. Fyrst fengum við hlaupabóluna í heimsókn og sú törn tók 3 vikur... svo var ég sloppin út í nokkra daga en þá kom kvef og hálsbólga og annað slíkt. Frá 1. des hef ég varla farið út!!!! Ég er einmitt algjört jólabarn, elska að skipuleggja gjafirnar, fara í leiðangra og kaupa í pakkana, föndra og baka, pakka gjöfunum inn fínt og allskyns dúllerí, að sjálfsögðu með jólatónlistina í botni. En það hefur farið lítið fyrir slíku fyrir þessi jól enda er ég busy að leika hjúkrunarkonu! Og gjöfunum hefur að mestu verið reddað með aðstoð internetsins og amazon!!!
Jamms.... En febrúar verður partý-mánuður!!!!
P.s. Inga, ég skal hjálpa þér að ná þessum skvísum út að borða... okkur tekst það á endanum!!!!
Hæ. Allt hið besta frá Egilsstöðum. Ég hef reyndar 2x reynt að smala stúlkum Kúbufjölskyldunnar + Ágústu, saman þegar ég hef verið að koma í bæjarferð en það hefur ekki tekist. Best að leyfa einhverjum öðrum að taka það að sér næst ;-)
Annars er ég að fara yfirum í jólaskapi. Held það finnist varla jafnmikil þrítug jólastelpa og ég á Íslandi. Þá er ég ekki að meina bakstur og föndur skreytinga og gjafa ( það kann ég ekki). Heldur meira að sitja og lesa með seríur allt í kringum mig, jólate og piparkökur. Skoða uppskriftarbækur og reyna að ákveða hvað ég á að hafa í matinn á aðfangadag því í ár eru fyrstu jólin sem við verðum heima. Bara við. Og ég get ekki beðið.
Svo verður flogið til Reykjavíkur þann 3. í jólum og viku eytt hjá tengdó.
Þá er kominn janúar 2008 og ekki hægt að segja að það sé minn mánuður. Uppáhaldsmánuðurinn búinn og ekkert nema snjóbylur, kuldi og rútína tekur við. Mér fannst svo leiðinlegt á Egilsstöðum í Janúar og febrúar í fyrra að það munaði engu að ég pakkaði niður og flytti út í heim. Núna verða gerðar ráðstafanir svo það gerist ekki aftur.
Gaman að heyra fréttir frá Köben. Til hamingju með prófin og gangi þér vel með rest.
Annars er ég að fara yfirum í jólaskapi. Held það finnist varla jafnmikil þrítug jólastelpa og ég á Íslandi. Þá er ég ekki að meina bakstur og föndur skreytinga og gjafa ( það kann ég ekki). Heldur meira að sitja og lesa með seríur allt í kringum mig, jólate og piparkökur. Skoða uppskriftarbækur og reyna að ákveða hvað ég á að hafa í matinn á aðfangadag því í ár eru fyrstu jólin sem við verðum heima. Bara við. Og ég get ekki beðið.
Svo verður flogið til Reykjavíkur þann 3. í jólum og viku eytt hjá tengdó.
Þá er kominn janúar 2008 og ekki hægt að segja að það sé minn mánuður. Uppáhaldsmánuðurinn búinn og ekkert nema snjóbylur, kuldi og rútína tekur við. Mér fannst svo leiðinlegt á Egilsstöðum í Janúar og febrúar í fyrra að það munaði engu að ég pakkaði niður og flytti út í heim. Núna verða gerðar ráðstafanir svo það gerist ekki aftur.
Gaman að heyra fréttir frá Köben. Til hamingju með prófin og gangi þér vel með rest.
föstudagur, desember 07, 2007
Hæ Hæ kæru vinir, ekkert að gerast á blogginu okkar :( Skrýtið, en svona er þetta stundum, lítið að frétta og ekkert að segja frá.
Langaði aðeins að láta heyra frá mér í Köben, styttist í jólin og veðrið svona la-la, þó örugglega skömminni skárri en á Íslandinu, þar sem hefur verið kalt, snjór og bylur skv. netinu ;)
Við fjölskyldan erum búin að færa okkur um setur og vorum að flytja síðustu helgi á mun betri stað hér í Köben. Nær skólanum mínum, matvöruverslun hér við hornið, strætó og lestarstöð nánast beint fyrir utan, þannig að við erum á frábærum stað hér í Köbenn, í Fredriksberg fyrir þá sem eru kunnugir borginni, Borups Allé heitir gatan og er íbúðin bara ansi flott og kósý !
Ég er búinn í tveimur kúrsum og prófin gengu bara vel, annað mjög vel og hitt ansi vel - mjög sáttur miðað við fyrstu prófin, og þau munnleg í þokkabót, fyrstu prófin í um 6-7 ár, danirnir ekkert hrifnir af skriflegum prófum, vilja bara drífa þetta af og spjalla í 15-20 mín og málið er dautt !! Er byrjaður í tveimur nýjum kúrsum sem standa yfir fram í lok janúar og þá aftur munnleg próf í þeim, ansi skemmtilegir áfangar reyndar og lýst vel á framhaldið.
Hvað er annars að frétta af ykkur kæru vinir, endilega látið heyra í ykkur, einhverjar fréttir eru góðar fréttir :) Væri gaman ef maður frétti af hitting, partý eða matarboði hjá þó hluta hópsins þannig að "fjölskyldan" væri ekki dauð úr öllum æðum ! Eða sumarbústaðaferð, þær voru nú alltaf frekar skemmtilegar, vel veitt af mat, drykk og öðrum veigum... gaman saman.
Kveðja frá CPH, Björn Ingi.
Langaði aðeins að láta heyra frá mér í Köben, styttist í jólin og veðrið svona la-la, þó örugglega skömminni skárri en á Íslandinu, þar sem hefur verið kalt, snjór og bylur skv. netinu ;)
Við fjölskyldan erum búin að færa okkur um setur og vorum að flytja síðustu helgi á mun betri stað hér í Köben. Nær skólanum mínum, matvöruverslun hér við hornið, strætó og lestarstöð nánast beint fyrir utan, þannig að við erum á frábærum stað hér í Köbenn, í Fredriksberg fyrir þá sem eru kunnugir borginni, Borups Allé heitir gatan og er íbúðin bara ansi flott og kósý !
Ég er búinn í tveimur kúrsum og prófin gengu bara vel, annað mjög vel og hitt ansi vel - mjög sáttur miðað við fyrstu prófin, og þau munnleg í þokkabót, fyrstu prófin í um 6-7 ár, danirnir ekkert hrifnir af skriflegum prófum, vilja bara drífa þetta af og spjalla í 15-20 mín og málið er dautt !! Er byrjaður í tveimur nýjum kúrsum sem standa yfir fram í lok janúar og þá aftur munnleg próf í þeim, ansi skemmtilegir áfangar reyndar og lýst vel á framhaldið.
Hvað er annars að frétta af ykkur kæru vinir, endilega látið heyra í ykkur, einhverjar fréttir eru góðar fréttir :) Væri gaman ef maður frétti af hitting, partý eða matarboði hjá þó hluta hópsins þannig að "fjölskyldan" væri ekki dauð úr öllum æðum ! Eða sumarbústaðaferð, þær voru nú alltaf frekar skemmtilegar, vel veitt af mat, drykk og öðrum veigum... gaman saman.
Kveðja frá CPH, Björn Ingi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)