föstudagur, október 05, 2007

Gaman að heyra frá ykkur :)
Það eru semsagt 10 ár ..hmm.... mér finnst líka langt síðan. Er búin að eiga 2 krakka, búa í Danmörku, taka masterspróf, gifta mig, flytja átta sinnum, heimsækja ca 75 vatnshæðarmæla, borða krókódíl, kaupa mér hús og jeppa, tala næstum því kínversku og fara í meira en 50 parý með ykkur.
Við ættum að halda uppá að við hittumst fyrir 10 árum, borða mat og dansa :) Eruð þið með hugmyndir um hvar og hvenær er best að hittast? Reyna að ná sem flestum. Það er svo gaman.

Engin ummæli: