Það eru 10 ár síðan ég flutti til Reykjavíkur og fór í háskólann en mér finnst vera heil eilífð síðan. Þá var ég 19 ára og var að skríða í þrítugsaldurinn eftir nokkra daga. Í dag er ég 29 ára og er að skríða inn í fertugsaldurinn eftir nokkra daga. Þetta eru búin að vera frekar merkileg 10 ár því mér finnst ég vera búin að afreka heil ósköp. Ég efast um að ég eigi nokkurn tíman eftir að afreka eins mikið á jafn stuttum tíma.
Miðað við hvað ég man lítið eftir því sem ég lærði í háskólanum, þá er merkilegt hvað ég man vel eftir því þegar ég sá ykkur fyrst, hvert og eitt. Enda löngu búin að gera mér grein fyrir því að starfsmannamál henta mér betur en landfræðin.
Mér finnst þetta gott tilefni til að hittast: 10 ár síðan við kynntumst og ég er að verða þrítug? (Sorrý þið sem eigið líka afmæli í kring, ég er bara svo sjálfhverf og ég nenni ekki að fletta afmælisdögum upp í þjóðskrá - læt ykkur bara vita af mínum).
það er orðið alltof langt síðan ég dansaði í stofunni......................
laugardagur, september 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli