þriðjudagur, september 18, 2007

ég er greinilega alltof löt við að skrifa hérna inn því að ég gleymi alltaf passwordinu mínu. Þetta er náttúrulega ekki hægt.

Allt fínt að frétta af mér, náði öllum prófum í sumarkúrsunum og er bara á fullu að vinna, læra og hugsa um heimilið. Engar stórfréttir á ferðinni á þessum bæ.

Inga, til hamingju með afmælið á morgun (er það ekki rétt hjá mér). Mér líst rosalega vel á að hittast öll sem fyrst.

laugardagur, september 15, 2007

Það eru 10 ár síðan ég flutti til Reykjavíkur og fór í háskólann en mér finnst vera heil eilífð síðan. Þá var ég 19 ára og var að skríða í þrítugsaldurinn eftir nokkra daga. Í dag er ég 29 ára og er að skríða inn í fertugsaldurinn eftir nokkra daga. Þetta eru búin að vera frekar merkileg 10 ár því mér finnst ég vera búin að afreka heil ósköp. Ég efast um að ég eigi nokkurn tíman eftir að afreka eins mikið á jafn stuttum tíma.

Miðað við hvað ég man lítið eftir því sem ég lærði í háskólanum, þá er merkilegt hvað ég man vel eftir því þegar ég sá ykkur fyrst, hvert og eitt. Enda löngu búin að gera mér grein fyrir því að starfsmannamál henta mér betur en landfræðin.

Mér finnst þetta gott tilefni til að hittast: 10 ár síðan við kynntumst og ég er að verða þrítug? (Sorrý þið sem eigið líka afmæli í kring, ég er bara svo sjálfhverf og ég nenni ekki að fletta afmælisdögum upp í þjóðskrá - læt ykkur bara vita af mínum).

það er orðið alltof langt síðan ég dansaði í stofunni......................

þriðjudagur, september 04, 2007

Hehe, allar sögur úr brúðkaupinu hljóma ekkert smá skemmtilega.

Inga, fall er fararheill... en svona litlar uppákomur krydda nú bara athöfnina.

Og einhvern vegin kemur mér ekkert á óvart að talsmenn Kúbufamilíunnar hafi djammað manna lengst... sé einhvern vegin alveg fyrir mér Stebbu/Mörtu sitjandi á tröppunum drekkandi rauðvín af stút þegar allir hinir voru að fara..... humm....

Hlakka til að sjá fleiri myndir ;-)

Ég get sko alveg lofað ykkur að ég verð búin að færa mig yfir á Klakann innan árs, sakna ykkar svo voðalega mikið!!!!
Og ég hef verið að dusta rykið af kokteilabókunum... Síðan sólin lét sjá sig aftur í Brussel og myntuplantan mín dafnar svo vel í garðinum, hef ég verið að kokka upp killer-mojitos í fordrykk út á terrössu! Algjör sæla!!! Svo kokteila-uppskriftirnar hafa ekkert gleymst....