Sæl veri liðið
Ég er búinn að vera í miklum hamagangi síðastliðnar vikur. Tók þá ákvörðun fyrir löngu síðan að útskrifast núna í febrúar og við það skyldi staðið. Vann í ritgerðinni utan vinnu og eins og gengur og gerist, og lítið gerist. Ákvað síðan í desember að nú skyldi tekið á því og fékk tölfræðing til að analýsera gögnin og fékk niðurstöðurnar fyrir tveimur vikum. Þá var ekki annað að gera en að henda sér í þetta og sit núna sveittur við að skrifa síðustu blaðsíðurnar. Þetta ætlar semsagt að hafast, á að skila lokaeintaki til skorar núna á þriðjudaginn og það verður mikil gleði þegar það er komið. Verð sennilega með vörn 6-9 febrúar og útskrift 25 feb. Reikna með að mæta 4 febrúar.
BT
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli