Elsku fólk! Ég er að upplifa sanna jólageðveiki að hætti Frónbúa í fyrsta skipti. Sumsé ég er ekkert farin að hugsa um jólin þar sem ég er svo svaka upptekin við að reyna að klára allt áður en jólin koma. Hið óhjákvæmilega gerist náttúrulega: Jólin koma, og þá ferð ég á ferð með örvæntingarblik í augum og reyni að hamstra í kappi við gamlar konur og klambra saman gjöfum í brúnan pappa á síðustu stundu þar sem jólapappír gleymdist auðvitað. Gleðin ómæld og stressið með, gamli maðurinn á efri hæðinni tók forskot á sæluna og skellti sér snemma í árlega spítala ferð og er víst ekkert á því að koma heim fyrir jól þó læknarnir vilji losna við hann...kannski maður ætti bara að gera það sama, fara strax á stofnun og láta stjana við sig þar af úrillum og illa borguðum sjúkraliðum sem voru neyddir á jólavakt.
Allavega gleðileg jól og við þiggjum heimboð hjá Bödda eftir jól of-course?? og munið! ef sést skína í rauða skotthúfu er best að taka út hólkinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli