Ég þakka líka fyrir mig. Þetta var frábært kvöld. Set bráðum myndir inn á síðuna sem Lille Bro gerði fyrir okkur.
Það er alltaf gaman að borða svona öðruvísi mat, kúbu matreiðslubókin lofar góðu.
Ég er til í stóra sumarbústaðaferð í vor, hlakka strax til.
Smá fréttir hér af kerlu... Orkumálastjóri var að að ráða mig sem yfirverkefnisstjóra í upplýsingatækni á Vatnamælingum. Sko.. allt geta og mega ófrískar konur gera í dag :) Ég byrja með glans, er komin í veikindafrí fram að fæðingu, og svo fæðingarorlof fram í apríl. En hlakka rosalega til að mæta aftur og taka á þessu.
Annars er allt tilbúið fyrir nýja barnið, er bara að vona að þetta dragist ekki fram yfir 17.okt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli