Hæ. Ég veit nú ekki hvort ég kem. Börnin bæði í næturpössun helgina á undan og ég er að reyna að halda næturpössun í lágmarki. Annars er ég að fara erlendis á þriðjudaginn - til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu... og hvað haldiði að ég hafi séð á visir.is í dag? Copy-Paste.
Mikil flóð í Mið--Evrópu
Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Þá er rafmagnslaust víða í þessum löndum og drykkjarvatn mengað. Þá eru mörg þorp einangruð vegna skemmda á vegum og járnbrautum og hefur björgunarstarf gengið erfiðlega vegna þess
Yess!
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli