sunnudagur, febrúar 10, 2008

Hæ hæ, 
gaman að heyra frá ykkur, velkomin "heim" Ella, þ.e. til Íslands :)
Býst við fleiri partýum, kúbu-kokkteilakvöldum, sumarbústaðaferðum og skemmtilegum uppákomum, 10 ára partýið verður fljótt 15 ára.... landsbyggðar"pakkið" verður aðeins að fara taka sig á, eða höfuðborgarsvæðisliðið að skreppa út í sveit !
Skemmtilega vetrarveðrið á klakanum búið að vera hefur maður lesið um á netinu, ekkert nema lægðir, ófærð og snjór... hér i Köben er bara nokkuð rólegt og þægilegt, 7-9 gráður og voða einhæft veður eftir frekar kalda desember og janúar. 
Búinn í prófum, sem gengu nokkuð vel og allt á áætlun enn... kominn í "dönskukúrs" í skólanum þannig að núna verður maður að fara taka dönskuna vel í gegn ef maður ætlar að komast í gegnum hann. Fjallar um kenningar og aðferðarfræði í landslagsarkitektúr, virkar nokkuð nettur við fyrstu sýn, verkefnavinna komin á fullt, 10 íslendingar í sama kúrs og próf í byrjun apríl.
Til hamingju með kennarann Hildur, örugglega gaman að kenna skemmtilegu fólki, unglingum og krökkum.... sömuleiðis Stebba gaman að flytja, maður á örugglega eftir að kíkja i eitthvað partýið, kúbukvöldið á næstu árum í Árbænum ;)
Med venlig hilsen, BIE.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Hæ.
Til hamingju Hildur :-)
Ég er alltaf á vonlausum tímum í RVK, yfirleitt í miðri viku í 2-3 daga. Þannig að bústaðadjamm eða partý verða án mín. Annars er lítið planað hjá mér. Lífið er svo afslappað þessa dagana að ég nenni ekki plönum. Ætla í fyrsta skipti á ævinni að njóta rólegheitanna í stað þess að fylla skedjúalið þannig að það rjúki út um eyrun. Svona er gott að búa á Egilsstöðum...
En ef þið eruð einhverntíman til í kaffihús eða út að borða í miðri viku ( eða jafnvel á föstudegi) þá er ég til.
Kveðja, Inga