Þetta eru sannarlega viðbrigði að hafa ekki endalausan tíma fyrir sjálfan sig og geta gert það sem mann langar, þegar mann langar til (eins og þið öll þekkjið) - hins vegar er sá litli endalaus uppspretta gleði og maður bíður spenntur eftir fyrsta brosinu, fyrsta þessu og hinu... ég er enn í fæðingarorlofi og nóg að gera alla daga við já litla, hann þarf sitt, svolítið óvær búinn að vera yfir daginn og stundum á kvöldin en sefur sem betur fer vel yfir næturnar, sem bjargar okkur alveg. Jæja bið að heilsa í bili og endilega halda áfram að skrifa á síðuna skemmtilegar frétir, eða bara góðan brandara eða mataruppskrift, eða bara hvað eina sem ykkur dettur í hug - hittumst vonandi fyrr en síðar !
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)