þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Þakka kærlega fyrir mig, þetta var glæsileg karfa sem ég fékk frá ykkur full af ostum, rauðvíni og öðru góðgæti. Lilli og Stebba mættu og héldu uppi stemningunni sem var annars mjög góð.

föstudagur, febrúar 24, 2006

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Kva, andsk. ertu orðinn gamall?! :)
Því miður er ég að fara í aðra útskriftarveislu, skyldumæting í lögfræðiútskriftarpartý og eins og gefur að skilja langar mig frekar til þín, en þetta er Hrefna vinkona... hún yrði pínu móðguð.
Takk fyrir gott boð, og til hamingju með afmælið :)

Reikna fastlega með að mæta í fjörðinn... sjáumst um helgina !

mánudagur, febrúar 20, 2006


Formleg tilkynning til meðlima kúbufjölskyldunar!

Ykkur er boðið ásamt mökum til útskriftarveislu (og afmælisveislu í leiðinni, 35 ára 13. febrúar) laugardaginn 25. febrúar 2006 kl. 16.00. Veislan verður haldin í Hafnarfirði að ættaróðali Traustason ættarinnar, Álfabergi 14.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Sjitt, ég myndast eiginlega of vel. :-)
Takk fyrir kvöldið þið öll, það hefði líka verið gaman að hafa Hildi mína með :-).. en það verður einhverntíman næst.

Í sambandi við bústaðaferð þá held ég að ég fari ekki. Það eru nokkar næturpassanir í bígerð og ég er strax komin með samviskubit. Get ekki bætt fleirum við.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Myndir af okkur frá geiminu sl. helgi !
Skógarkot er allt að fyllast sýnist mér skv. heimasíðu FÍN, þurfum að fara ákveða helgi og bóka.... Ella, svo til hamingju með litla guttann, ég man ekki betur en að við eigum sama afmælisdag 5. feb.



miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Sælt veri liðið !

Glæsilegt BT - frábært að vera klára núna, til hamingju með það !

Gaman að heyra hvað mörg ykkar ætla að gefa sér tíma til að kíkja í partýið um helgina :)

Bara benda ykkur á að við verðum að loka salnum eitthvað á milli kl. 12 og 1 þannig að endilega koma fyrr en síðar !

Jafnframt er fólki að sjálfsögðu frjálst að koma með eigin fljótandi veigar í partýið ef vilji er fyrir hendi (hins vegar er ansi mikið af bjór í boði og eitthvað af rauðu og hvítu).
Ég verð líklega að vinna um helgina svo að því miður kemst ég ekki í afmæli. Verð nú samt að komast í næsta matarboð og fá mér í glas, alveg komin tími á það!!
Emailið sem ég nota er hildurbj@visir.is og endilega bætið mér á msnið hjá ykkur, er komin með nýja adressu þar, hildur1806@hotmail.com.
Góða skemmtun um helgina.